fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Danmörk – Hæstiréttur tekur fyrir mál er varðar umskurð á tveimur stúlkum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. janúar 2018 07:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári voru sómölsk hjón dæmd í níu mánaða fangelsi í Vestri Landsrétti í Danmörku en þau voru fundin sek um að hafa látið umskera tvær dætur sínar, 8 og 15, ára þegar fjölskyldan fór til Afríku 2015. Móðirin hlaut einnig skilorðsbundinn dóm um að henni verði vísað úr landi ef hún kemst í kast við lögin á næstu tveimur árum. Dómur Landsréttar var mildari en dómur undirréttar sem hafði dæmt hjónin í 18 mánaða fangelsi.

Hjónin voru fundin sek um að hafa látið skera ysta hluta af sníp stúlknanna af þegar fjölskyldan var á ferðalagi í Afríku 2015. Vægari refsing Landsréttar er skýrð með að ekki liggi fyrir upplýsingar um hvaða áhrif þetta hefur haft á stúlkurnar. Í dómsorði segir að ekki hafi verið lagðar fram nánari upplýsingar um áhrifin á stúlkurnar, þar á meðal á kynlíf þeirra. Af þeim sökum verði að ákveða refsinguna í samræmi við þennan skort á upplýsingum.

Nú hefur áfrýjunarnefnd ákveðið að Hæstiréttur fái málið til meðferðar. Á heimasíðu nefndarinnar kemur fram að nefndin hafi heimilað að Hæstiréttur taki ákvörðun um refsinguna en dómstóllinn mun ekki taka neina afstöðu til sektar eða sýknu.

Danska ríkisútvarpið segir að hjónin hafi alla tíð neitað sök í málinu og hafi algjörlega hafnað því að stúlkurnar hafi verið umskornar.

Aðeins einu sinni áður hefur verið dæmt í álíka máli í Danmörku er varðar umskurð á stúlkum og málið er því talið hafa mikið fordæmisgildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“