Fréttir

Danmörk – Hæstiréttur tekur fyrir mál er varðar umskurð á tveimur stúlkum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. janúar 2018 07:57

Á síðasta ári voru sómölsk hjón dæmd í níu mánaða fangelsi í Vestri Landsrétti í Danmörku en þau voru fundin sek um að hafa látið umskera tvær dætur sínar, 8 og 15, ára þegar fjölskyldan fór til Afríku 2015. Móðirin hlaut einnig skilorðsbundinn dóm um að henni verði vísað úr landi ef hún kemst í kast við lögin á næstu tveimur árum. Dómur Landsréttar var mildari en dómur undirréttar sem hafði dæmt hjónin í 18 mánaða fangelsi.

Hjónin voru fundin sek um að hafa látið skera ysta hluta af sníp stúlknanna af þegar fjölskyldan var á ferðalagi í Afríku 2015. Vægari refsing Landsréttar er skýrð með að ekki liggi fyrir upplýsingar um hvaða áhrif þetta hefur haft á stúlkurnar. Í dómsorði segir að ekki hafi verið lagðar fram nánari upplýsingar um áhrifin á stúlkurnar, þar á meðal á kynlíf þeirra. Af þeim sökum verði að ákveða refsinguna í samræmi við þennan skort á upplýsingum.

Nú hefur áfrýjunarnefnd ákveðið að Hæstiréttur fái málið til meðferðar. Á heimasíðu nefndarinnar kemur fram að nefndin hafi heimilað að Hæstiréttur taki ákvörðun um refsinguna en dómstóllinn mun ekki taka neina afstöðu til sektar eða sýknu.

Danska ríkisútvarpið segir að hjónin hafi alla tíð neitað sök í málinu og hafi algjörlega hafnað því að stúlkurnar hafi verið umskornar.

Aðeins einu sinni áður hefur verið dæmt í álíka máli í Danmörku er varðar umskurð á stúlkum og málið er því talið hafa mikið fordæmisgildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimir eftirsóttur – Fengið fyrirspurnir frá bæði félagsliðum og landsliðum

Heimir eftirsóttur – Fengið fyrirspurnir frá bæði félagsliðum og landsliðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóðin syrgir brotthvarf Heimis: „Takk fyrir allt þú hrausta hetja“

Þjóðin syrgir brotthvarf Heimis: „Takk fyrir allt þú hrausta hetja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eplaárásir og einelti í Grafarholti – Fjölskyldan grýtt og rúður brotnar – „Gjörsamlega óþolandi læti og öskur“

Eplaárásir og einelti í Grafarholti – Fjölskyldan grýtt og rúður brotnar – „Gjörsamlega óþolandi læti og öskur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þjálfari yngri flokka jarðar landsliðsmann sem hæðist að því að allir krakkar fái medalíu – „Knattspyrna barna er ekki knattspyrna fullorðinna“

Þjálfari yngri flokka jarðar landsliðsmann sem hæðist að því að allir krakkar fái medalíu – „Knattspyrna barna er ekki knattspyrna fullorðinna“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hæsti hiti ársins í Reykjavík í dag

Hæsti hiti ársins í Reykjavík í dag
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sumarið í kjölfar frostavetursins mikla var hlýrra en sumarið 2018

Sumarið í kjölfar frostavetursins mikla var hlýrra en sumarið 2018