fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Atli Fannar segir Gunnar Smára hafa rænt tekjum sínum: „Ótrúlega fyndið að sjá Gunnar Smára setja sig á háan hest“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 5. janúar 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, gagnrýnir fjölmiðlamanninn Gunnar Smára Egilsson harðlega á Twitter og segir hann hafa rænt rekjum af sér. „Ótrúlega fyndið að sjá Gunnar Smára setja sig á háan hest og saka fólk um að „mergsjúga almenning“ korteri eftir að hann rak Fréttatímann í þrot með tilheyrandi tapi fyrir starfsfólk, fjárfesta og fyrirtæki sem hann plataði í samstarf,“ segir Atli Fannar.

Þar vísar hann til orða Gunnar Smára um lista Andrésar Jónssonar yfir 60 efnilegt fólk í viðskiptalífinu. Gunnar Smári að allt þetta efnilega unga fólk búi ekki til neitt heldur mergsjúgi almenning. Atli Fannar segir þetta hafa verið skemmtilegan lista: „Á Facebook hjólar Gunnar Smári semsagt í skemmtilegan lista andresjons yfir rísandi stjörnur í íslensku viðskiptalífi. „Þetta unga fólk er ekki að búa neitt til, ekki að þróa áfram samfélagið, aðeins að aðstoða hina ríku við að mergsjúga almenning,“ segir hann.“

Atli Fannar segist hafa tapað á viðskiptum við Gunnar Smára. „Ég tapaði líka á þessu ævintýri Gunnars, sem ætlaði að taka yfir internetið og tók að sér að selja auglýsingar fyrir Nútímann og fleiri vefmiðla. Reikningar voru ekki greiddir og nú er litla fyrirtækið mitt að reyna að endurheimta 1,3 milljónir úr einhverju þrotabúi,“ segir Atli Fannar.

Hann segist hafa staðið við sitt með annað hafi verið upp á teningnum hjá Fréttatímanum. „Það klikkaða við þetta er að dótturfélag Fréttatímans rukkaði auglýsendur fyrir birtingar á Nútímanum en notaði peningana svo í eigin þágu. Nútíminn stóð við sitt og birti auglýsingarnar en tekjunum var rænt,“ segir Atli Fannar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt