fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Lifði á örorkubótum einum saman – Fann síðan gamalt teppi inni í skáp og varð milljónamæringur fyrir vikið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. janúar 2018 07:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar alvarlegs slyss bjó Loren Krytzer, sem býr í Kaliforníu í Bandaríkjunum, við kröpp kjör og hafði engar aðrar tekjur en naumt skammtaðar örorkubætur. Hann var óvinnufær þar sem hann hafði misst annan fótinn í slysinu. Dag einn 2011 horfði hann á sjónvarpsþáttinn Antiques Roadshow en þættirnir snúast um gamla muni sem oft eru mjög verðmætir. Í þessum þætti sá hann meðal annars gamalt teppi sem var metið á sem svarar til um 50 milljóna íslenskra króna.

Krytzer fannst hann kannast eitthvað við teppi sem þetta enda engin furða því hann átti teppi sem líktist þessu sem var í þættinum. Teppið hafði hann fengið í arf frá móðurömmu sinni því enginn annar í fjölskyldunni vildi fá það. Teppið hafði legið óhreyft inni í skáp í sjö ár en það er frá nítjándu öld.

Hann tók því teppið út úr skápnum og fór með það í uppboðshús til að kanna hvað hann gæti fengið fyrir það á uppboði. Hann vissi svo sem ekki hvað hann gæti fengið mikið fyrir það en vonaðist til að fá nægilega mikið til að geta látið gera við bílinn sinn.

„Ég hugsaði með mér: Bara að ég geti látið gera við bílinn minn. Ég fór með bæn: Láttu þetta vera nóg til að ég geti keypt hús eða eitthvað.“

Sagði Krytzer í samtali við CNBC.

Uppboðið fór síðan fram og var niðurstaðan framar öllum vonum. Það tók aðeins 77 sekúndur en teppið seldist á sem svarar til 144 milljóna íslenskra króna og þar með var Krytzer orðinn milljónamæringur.

„Það þurfti að færa mér vatn og ég þurfti að þurrka svita af enninu. Ég ofandaði því ég trúði þessu ekki. Allur líkaminn varð slappur og ég gat ekki andað.“

Sagði hann.

Dökkar hliðar auðsins

En ekki leið á löngu áður en Krytzer uppgötvaði að það geta fylgt því dökkar hliðar að komast til efna. Margir ættingjar hans hringdu í hann og kröfðust að fá hlut í auðnum og systir hans hótaði að saksækja hann til að fá ákveðinn hluta af auðnum. Hún hætti þó við saksókn á endanum.

Krytzer notaði hluta af peningunum til að kaupa hlutabréf, fara í frí, bíl og tvö hús. Hann býr í öðru ásamt fjölskyldu sinni en leigir hitt út.

En þrátt fyrir að hafa fengið góða summa fyrir teppið góða telur hann að þeir peningar muni ekki endast honum út ævina. Hann fær engar bætur lengur eftir að hann varð milljónamæringur. Hann og eiginkona hans íhuga nú að flytja þar sem þeim þykir dýrt að búa í Kaliforníu.

„Við borgum svo mikið í skatt. Ég hef ekki efni á þessu. Ég er frá Kaliforníu, ég ólst upp hér. En án atvinnu er erfitt að komast af.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“