fbpx
Fréttir

Ben og Olivia hurfu eftir nýársgleði – 20 árum síðar er málið enn óleyst að margra mati

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. janúar 2018 07:59

Aðeins voru nokkrar klukkustundir liðnar af árinu 1998 þegar Ben Smart, 21 árs, og Olivia Hope, 17 ára, hurfu eftir nýársgleði í Marlborough Sounds á Nýja-Sjálandi. Þau höfðu verið í nýársfagnaði í samkomusal ásamt 1.500 öðrum. Enginn vegur liggur til Marlborough Sounds og því fóru allir gestirnir með bátum til og frá eyjunni. Þegar Ben og Olivia ætluðu heim var báturinn sem þau ætluðu með yfirfullur og því fóru því að líta í kringum sig eftir næturstað. Þau fóru um borð í leigubát þar sem skipstjórinn, Guy Wallace, og par voru fyrir. Þar var ekki rými fyrir þau og leituðu þau því annað.

Þau fóru um borð í skútu og ræddu við mann þar. Vitni segja að maðurinn hafi gefið Ben og Olivia leyfi til að sofa í skútunni hans. Þau fóru um borð í hana á milli klukkan 4 og 5 en það var í síðasta sinn sem sást til þeirra. Skipstjóri leigubátsins, Guy Wallace, er líklega sá sem sá þau síðast.

Foreldrar þeirra tilkynntu um hvarf þeirra á nýársdag og lögreglan hóf þegar leit og rannsókn málsins. þrátt fyrir mikla leit og rannsóknarvinnu fundust Ben og Olivia aldrei. Örlög þeirra eru því ákveðin ráðgáta en lögreglan telur að þau hafi verið myrt. En af hverju þau voru myrt og hver myrti þau er óvíst þrátt fyrir að Scott Watson, 26 ára, hafi verið handtekinn og dæmdur fyrir að hafa myrt þau.

Lögreglan telur að Watson hafi boðið Ben og Olivia gistingu í seglskútu sinni. Watson átti sakaferil að baki, hafði verið dæmdur 48 sinnum fyrir ýmis afbrot á yngri árum en hafði haldið sig innan ramma laganna undanfarin ár. Hann var handtekinn í júní 1998. Réttað var í málinu í maí 1999 og var Watson dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt Ben og Olivia. Hann hefur alla tíð neitað sök en málið er enn til umræðu á Nýja-Sjálandi og skiptar skoðanir eru um hvort hann hafi átt hlut að máli varðandi hvarf unga fólksins.

Scott Watson.
Scott Watson.

Skútan hans er annarrar gerðar en sú sem vitnin í leigubátnum lýstu. Meðal annars var skútan sem Ben og Olivia fóru um borð í með tveimur möstrum en skúta Watson var með eitt mastur. Auk þess passaði lýsing vitna ekki við hann.

Lögreglan hefur sætt mikilli gagnrýi fyrir rannsóknina og aðferðirnar sem hún beitti. Fjölskyldur Ben og Olivia hafa einnig gagnrýnt lögregluna, sérstaklega eftir að minnisblaði lögreglunnar var lekið til fjölmiðla. Í því kom fram að Olivia hafi verið heimsk og drykkfeld. Fjölmiðlar komust einnig yfir skýrslu sem gefur til kynna að eiturlyfjahringur hafi tekið þau af lífi. Það voru einkaspæjarar sem gerðu þá skýrslu en lögreglan taldi sig ekki geta komist að annarri niðurstöðu en að Scott Watson hefði myrt þau.

Þessu eru aðalvitnin, Wallace og farþegarnir tveir í leigubát hans, ósammála. Wallace sagði í viðtali við New Zealand Herald að lögreglan hefði einfaldlega beint sjónum sínum að honum ef Watson hefði ekki verið handtekinn.

„Þeir vildu bara handtaka einhvern. Svo einfalt er það.“

Sagði hann. Hann sagðist sjá eftir að hafa ekki boðið Ben og Oliva að sofa um borð í leigubátnum og sagði jafnframt að hann hefði haft ónot í maganum yfir þessu um leið og hann setti þau úr við seglskútuna.

„Ég hugsa sífellt um þetta. Þetta ásækir mig. Það var eins og ég vissi að eitthvað var að en ég gat ekki sett fingurinn nákvæmleg á hvað.“

Eina DNA-sönnunargagnið eru tvö ljós hár sem fundust í bát Watson. Þau reyndust vera af Olivia. Hárin fundust ekki fyrr en eftir að hárbursti hennar hafði fundist og verið afhentur réttarmeinafræingum. Þar á undan höfðu engin DNA-sýni fundist.

Enn er ekki vitað hvað varð um líkin og hugsanlega verður þeirri spurningu aldrei svarað.

Óháð eftirlitsstofnun með störfum lögreglunnar, IPCA, komst að þeirri niðurstöðu 2010 að rannsókn málsins hafi ekki verið nægilega vönduð og góð. Stofnunin komst þó að þeirri niðurstöðu að engin ástæða væri til að efast um sekt Watson.

Watson hefur margoft sótt um náðun en alltaf verið synjað. Mat sálfræðinga vinnur á móti honum því þeir segja „mjög miklar líkur“ á að hann muni fremja ofbeldisglæpi ef hann verður látinn laus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“
Fréttir
Í gær

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð
Fréttir
Í gær

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum