Alræmdur ISIS-böðull handtekinn: Á sjálfur dauðadóm yfir höfði sér

Tók meðal annars þátt í að henda hommum fram af byggingum

Var auðþekkjanlegur á hvítu og miklu skeggi.
Abu Omer Var auðþekkjanlegur á hvítu og miklu skeggi.

Abu Omer, alræmdur böðull ISIS-samtakanna, var handtekinn í Írak á dögunum. Omber var hátt settur innan samtakanna í borginni Mosul en borgin var sem kunnugt er frelsuð undan yfirráðum ISIS ekki alls fyrir löngu.

Omer, sem var auðþekkjanlegur á hvítu skeggi í áróðursmyndböndum hryðjuverkasamtakanna, þótti sérstaklega ógeðfelldur en hann tók meðal annars þátt í að henda samkynhneigðum karlmönnum fram af byggingum auk þess sem hann grýtti fólk til dauða.

Það voru íbúar í Mosul sem bentu íröskum öryggissveitum á dvalarstað hans og var hann handtekinn undir eins. Omar á dauðarefsingu yfir höfði sér.

Þó að ISIS-liðar hafi verið hraktir af yfirráðasvæðum sínum er baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum hvergi nærri lokið.

Í frétt breska blaðsins Mirror er haft eftir breskum herforingja að liðsmenn samtakanna haldi enn til á afmörkuðum svæðum í Írak, Sýrlandi og víðar. Sagði hann að hernaaðargerðir hefðu komið ISIS illa og veikt samtökin mikið en enn stafi þó ógn af þeim.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.