fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Alræmdur ISIS-böðull handtekinn: Á sjálfur dauðadóm yfir höfði sér

Tók meðal annars þátt í að henda hommum fram af byggingum

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. janúar 2018 15:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Abu Omer, alræmdur böðull ISIS-samtakanna, var handtekinn í Írak á dögunum. Omber var hátt settur innan samtakanna í borginni Mosul en borgin var sem kunnugt er frelsuð undan yfirráðum ISIS ekki alls fyrir löngu.

Omer, sem var auðþekkjanlegur á hvítu skeggi í áróðursmyndböndum hryðjuverkasamtakanna, þótti sérstaklega ógeðfelldur en hann tók meðal annars þátt í að henda samkynhneigðum karlmönnum fram af byggingum auk þess sem hann grýtti fólk til dauða.

Það voru íbúar í Mosul sem bentu íröskum öryggissveitum á dvalarstað hans og var hann handtekinn undir eins. Omar á dauðarefsingu yfir höfði sér.

Þó að ISIS-liðar hafi verið hraktir af yfirráðasvæðum sínum er baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum hvergi nærri lokið.

Í frétt breska blaðsins Mirror er haft eftir breskum herforingja að liðsmenn samtakanna haldi enn til á afmörkuðum svæðum í Írak, Sýrlandi og víðar. Sagði hann að hernaaðargerðir hefðu komið ISIS illa og veikt samtökin mikið en enn stafi þó ógn af þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work