fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Þorsteinn þakkar fyrir að vera á lífi eftir slysið

Ökumaðurinn í hinum bílnum grunaður um ölvun við akstur

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 27. janúar 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Árnason má teljast heppinn að vera á lífi eftir að ökumaður, sem grunaður er um að hafa verið undir áhrifum áfengis, ók yfir á rangan vegarhelming og hafnaði framan á bifreið Þorsteins sem var með unga frænku sína sér við hlið. Slysið átti sér stað skammt frá Hádegismóum.

Þorsteinn er lærleggsbrotinn og var leggurinn negldur saman með pinna og boltum. Pinninn nær frá mjöðm að hné. Til að lina sárar kvalirnar tekur Þorsteinn verkjastillandi lyf. Þá er hann marinn og aumur víða um líkamann. Þorsteinn kveðst hafa haft lítinn tíma til að bregðast við.

„Ég man greinilega eftir að sjá bílljósin og finna bílinn í framhaldinu skella á okkur. Allt gerðist eftir það í „slow motion“,“ segir Þorsteinn sem kveðst hafa séð loftpúðana þenjast út og glerbrot og hluta úr innréttingunni þeytast um bílinn. Þá hentist hann fram og aftur eins og tuskudúkka, slíkt var höggið.

„Ég man hvað ég var feginn þegar bíllinn nam staðar og ég heyrði mig og litlu frænku gefa frá okkur sársaukastunur. Bara það að við vorum lifandi var frábært.“

Ertu heppinn að vera á lífi?

„Það fyrsta sem ég hugsaði þegar bíllinn skall á okkur er að nú væri ég dauður. Það gekk sem betur fer ekki eftir. Það hefði getað farið verr og mér finnst ég vera heppinn að vera á lífi,“ segir Þorsteinn sem furðar sig nokkuð á hversu léttur í lund hann er þessa daga. „Ég er kátur að vera lifandi.“

Þorsteinn dvelur á sjúkrahúsi á Selfossi, enn rúmliggjandi. Hann vonast til að komast heim til fjölskyldu sinnar sem fyrst en óvíst er hvenær það verður. Þorsteinn telur nauðsynlegt að herða viðurlög við ölvunarakstri og segir áhyggjuefni hversu margir lyfjaðir og drukknir ökumenn séu í umferðinni. Lögreglan þurfi að vera sýnilegri.

Sérðu lífið í öðru ljósi eftir slysið?

„Það voru enginn ljós eða göng sem birtust mér, nema þá bara bílljósin sem skullu á okkur!“ segir Þorsteinn glettinn en bætir svo við: „Ég geri mér nú betur grein fyrir því hvaða ábyrgð við berum sem bílstjórar gagnvart öðrum vegfarendum. Slys geta alltaf gerst en að vera valdur að slysi á öðru fólki vegna þess að þér fannst þú geta keyrt ölvaður eða á einhverjum lyfjum er allt annað mál að mínu mati. Þá ertu að taka áhættu með líf annarra í umferðinni og það hefur enginn rétt á því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“