fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ágúst situr í alræmdu fangelsi og sefur á gólfinu með tugum Taílendinga

Var handtekinn fyrir árás á starfsfólk verslunar í Pattaya – Á erfitt með svefn

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 26. janúar 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Guðmundsson situr nú í alræmdu fangelsi í Taílandi, Pattaya Remand, vegna árásar á starfsfólk verslunar í borginni Pattaya á suðurströnd Taílands. Nokkrir Íslendingar hafa heimsótt Ágúst þrátt fyrir að hafa ekki þekkt hann áður og þar á meðal er Tryggvi Daníel Sigurðsson. Hann segir í samtali við DV að Ágúst hafi borið sig vel þrátt fyrir krappan kost en erfitt er að ná svefni á nóttunni þar sem nærri þrjátíu fangar deila fangaklefa. Allir sofa á gólfinu.

Höfðu áhyggjur af landa sínum

Það vakti talsverða athygli þegar DV greindi frá handtöku Ágústs í nóvember en árás hans á starfsfólk náðist á myndbandsupptöku. Atvikið átti sér stað síðastliðið sumar og fjölluðu erlendir fjölmiðlar, svo sem breska dagblaðið Daily Mail, um það. Ágústi var neitað um afgreiðslu á áfengi sem varð til þess að hann beitti piparúða á starfsmennina og stal sígarettum og freyðivíni. Hann gæti fengið þungan dóm þar sem vopni var beitt og vörur teknar úr versluninni.

Stuttu eftir jól fór einn meðlimur Facebook-hóps Íslendinga í Taílandi að hafa áhyggjur af samlanda sínum vitandi af honum í steininum í Pattaya, „enda vistin í taílenskum fangelsum eins ömurleg og hugsast getur“, líkt og hann orðaði það. Í kjölfar þess rann mörgum Íslendingum blóðið til skyldunnar og þótt þeir þekktu Ágúst ekkert þá gerðu þeir sér ferð í fangelsið.

Sefur á gólfinu með 29 mönnum

Einn þeirra, Tryggvi Daníel Sigurðsson, segir að Ágústi hafi fyrst og fremst þótt vænt um móralskan stuðning og að geta talað íslensku við annan mann. Tryggvi er staddur í Taílandi, í þó nokkurri fjarlægð frá Pattaya, og gerði sér ferð til að hitta Ágúst. Tryggvi segir að þeir þekkist lítið sem ekkert þótt þeir hafi verið saman í grunnskóla á sínum tíma.

„Ég gerði mér ferð þangað, það var einn búinn að heimsækja hann á undan mér. Maður fékk ekki að tala við hann lengi, þetta hafa verið svona tíu mínútur, korter í mesta lagi. Ef þú ert að velta fyrir þér vistinni, þá er maturinn þarna mjög slakur. Síðan eru það aðallega þrengslin sem eru helsta vandamálið. Hann sagði að þeir væru 30 saman í herbergi, það væri víst misjafnt, en hann ætti erfitt með svefn. Þeir gætu ekki sofið allir í einu. Ekki pláss fyrir þá alla á gólfinu. Það er reyndar algengt hérna, alla vega í sveitinni, fólk sefur bara á gólfinu, á dýnu náttúrlega en samt á gólfinu,“ segir Tryggvi.

Breskur fangi myrtur

Taílensk fangelsi hafa löngum verið þekkt fyrir að vera óvenjuslæm og er Pattaya Remand-fangelsið engin undantekning frá því. Árið 2014 var greint frá því að breskur ferðamaður, Sean Flanagan, hefði verið barinn til dauða í fangelsinu en hann var þar vegna gruns um að hafa stolið vespu. Annar fangi réðst á hann og varð honum að bana en yfirvöld í Taílandi sögðu fjölskyldu hans að hann hefði dottið af vegg. Áralöng barátta fjölskyldunnar leiddi annað í ljós.

Tryggvi segir að ekki hafi verið heyra á Ágústi að hann væri í hættu. „Hann bar sig mjög vel og þeir eru þarna fjórir útlendingar sem halda hópinn. Þeir borða saman. Hann var ekkert að sníkja peninga eða neitt slíkt, honum þótti bara gott að fá heimsókn og tala íslensku við einhvern. Það má leggja einhverja upphæð á hann, fimm þúsund krónur held ég. Fyrir það getur hann fengið sér kaffiskammta og brauð. Hann vildi ekki meina að hann væri í neinni hættu. Fyrstu dagana eru menn varir um sig en, nei, hann talaði ekki um það,“ segir Tryggvi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Í gær

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar