fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Þýskur hjúkrunarfræðingur grunaður um rúmlega 100 morð – Leiddist og vildi sýna hversu góður starfsmaður hann væri

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. janúar 2018 06:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niels Högel er 41 árs þýskur hjúkrunarfræðingur. Hann afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm fyrir sex morð á sjúklingum á sjúkrahúsinu í Oldenburg sem hann starfaði á. Nú hafa saksóknarar í Oldenburg ákveðið að draga hann aftur fyrir dóm og ákæra hann fyrir 97 morð til viðbótar. Ekki er talið ólíklegt að hann hafi miklu fleiri morð en það á samviskunni og jafnvel megi telja þau í hundruðum.

Högel var að sjálfsögðu ráðinn til starfa til að hugsa um fólkið og bjarga lífi þess en þess í stað varð fólkið að fórnarlömbum hans. Högel er gefið að sök að hafa myrt fólkið með margskonar lyfjum eins og hann gerði við þá sex sem hann hefur nú þegar verið dæmdur fyrir að hafa myrt. Við þau réttarhöld játaði hann að hafa myrt fleiri.

Í framhaldi af þeim játningum hans fyrir dómi gróf lögreglan 134 lík fyrrum sjúklinga hans upp til að rannsaka hvort í þeim væru leifar af lyfjum sem Högel notaði til að stytta sjúklingum sínum aldur. Ekki var hægt að grafa fleiri lík upp því mörg höfðu verið brennd og því ekki hægt að rannsaka þau.

Lyfin sem Högel notaði á sjúklingana gerðu það að verkum að heilsu þeirra hrakaði enn meira og hjörtu þeirra hættu að slá. Þá kom einmitt að Högel að sýna færni sína í endurlífgun.

„Þetta gerði hann til að sýna starfsfélögum og yfirmönnum hæfni sína í endurlífgun og af því að honum leiddist.“

Segja saksóknarar.

Annað mál er til rannsóknar tengt þessu en það snýr að stjórnendum sjúkrahússins sem Högel starfaði á frá 1999 til 2002. Sú rannsókn snýr að hvort ekki hefði verið hægt að stöðva morðæði hans miklu fyrr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis