Íslensk fiskvinnsla í Noregi skiptir um nafn: Ástæðan hefur fengið marga Norðmenn til að hlæja

Fyrirtækið hefur verið að gera góða hluti í Noregi undanfarin ár, nam veltan rúmlega 70 milljónum norskra króna árið 2016.
Albert Már Eggertson einn eigenda Gamvik Seafood AS, áður Sædin AS Fyrirtækið hefur verið að gera góða hluti í Noregi undanfarin ár, nam veltan rúmlega 70 milljónum norskra króna árið 2016.

Útgerðin og fiskvinnslan Sædis AS í bænum Gamvik í Norður-Noregi hefur skipt um nafn. Er fullyrt í frétt norsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 að nafnið Sædís þyki vera óheppilegt, nánast dónalegt á norsku, í það minnsta fyndið.

Sædis AS var stofnað af Albert Má Eggertssyni og Haraldi Árna Haraldssyni fyrir nokkrum árum, það sem þeir höfðu ekki áttað sig á var að íslenska nafnið Sædís er keimlíkt norska orðinu sæd sem þýðir sæði. Mun mörgum Norðmanninum hafa þótt þetta ansi skondið. Fyrirtækið hefur nú skipt um nafn og heitir nú Gamvik Seafood AS.

Vera segir í samtali við DV að ástæðan sé ekki vegna nafnsins dónalega heldur vilji fyrirtækið tengja sig við bæinn. „Við höfum selt fisk til Svíþjóðar undir nafninu Gamvik Seafood Sweden síðan 2016. Við viljum að nafnið segi aðeins hvað fyrirtækið gerir. Sædis, það sem fyrirtækið hét áður, er ekkert sem tengist sjó eða fisk á norsku. Það hljómar eins og sæði á norsku,“ segir Vera og hlær. „Við hlógum auðvitað bara þegar við komumst að því en vorum ekkert að breyta nafninu út af því.“ Í frétt TV2 er fullyrt að nafnabreytingin sé til komin vegna þess hversu óheppilegt nafnið Sædís er í Noregi.

Gamvik er í Finnmörku  alveg nyrst í Noregi. Þar búa rúmlega 1.100 manns.
Gamvik er í Finnmörku alveg nyrst í Noregi. Þar búa rúmlega 1.100 manns.

Vera Björk Hraundal framkvæmdastjóri Gamvik Seafood AS segir í samtali við TV2 í Noregi að þegar fyrirtækið var stofnað þá hafi hugmyndin verið að nota íslenskt nafn: „Við völdum Sædis því það er úr goðafræði og tengist hafinu. Við vissum ekki að Sædis þýddi líka eitthvað annað í Noregi,“ segir Vera.

„Við sjáum alveg húmorinn í þessu, en það var kominn tími til að breyta um nafn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.