fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fréttir

Óhugnanlegt morðmál í Svíþjóð – Foreldrar ákváðu í sameiningu að myrða börnin sín

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. janúar 2018 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 9. janúar fannst fjögurra manna fjölskylda látin á heimili fjölskyldunnar í Bjärred á Skáni í Svíþjóð. Lögreglan sagði fljótt að ekki léki grunur á að brotist hefði verið einn á heimilið og fólkið myrt en vildi ekki skýra nánar frá málavöxtum að sinni. Fyrir helgi skýrði lögreglan síðan nánar frá þessu hörmulega máli.

Aftonbladet segir að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafi lögreglan fundið bréf frá foreldrunum, einhverskonar kveðjubréf, þar sem fram kemur að þau hafi í sameiningu ákveðið að ráða dætrum sínum, sem voru 11 og 14 ára, bana og síðan taka eigin líf.

Á heimasíðu lögreglunnar kemur fram að foreldrarnir hafi skýrt frá ákvörðun sinni í bréfinu og sagt að þetta hafi þau ákveðið þar sem stúlkurnar hafi ekki búið við nein lífsgæði eða átt sér neina framtíð vegna sjúkdóma sem hrjáðu þær. Báðir foreldrarnir skrifuðu undir bréfið.

Lögreglan vinnur enn að rannsókn málsins en hefur ekkert látið uppi um hvað var að stúlkunum. Vitað er að stúlkurnar fengu heimakennslu árum saman af læknisfræðilegum ástæðum.

Rúmlega 50 ættingjar og vinir fjölskyldunnar hafa verið yfirheyrði og lögreglan hefur gert umfangsmiklar rannsóknir á heimili fjölskyldunnar. Lögreglan segir að enn liggi ekki fyrir hvernig fjölskyldan dó en vonast sé eftir að svar við því fáist þegar niðurstöður krufninga og tæknirannsókna liggja fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Í gær

Óíslensk hegðun

Óíslensk hegðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dottaði undir stýri og fór út af

Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“