Fréttir

Stafli af logandi flugeldum við bensíndælur í Vestmannaeyjum

Einar Þór Sigurðsson skrifar
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 15:18

Óvenjuleg sjón blasti við slökkviliðsmönnum í Vestmannaeyjum á nýársnótt á nýársnótt. Ekki var liðinn nema einn klukkutími af nýja árinu þegar slökkviliðið fékk sitt fyrsta útkall á árinu.

Í Facebook-færslu slökkviliðsins í Vestmannaeyjum segir að Neyðarlínunni hafi borist tilkynning um eld í uppsöfnuðum flugeldatertum við bensínsölu Tvistsins, einungis örfáa metra frá sjálfum bensíndælunum.

„Þegar slökkviliðið mætti á staðinn var lögreglan að mestu búin að slökkva þann eld sem byrjaður var að loga í ruslinu. Í framhaldinu var slökkt í glæðum og ruslinu komið í örugga fjarlægð frá dælunum.
Það virðist aldrei vera of oft brýnt fyrir fólki að tryggja það að ekki komi upp eldur eftir á í þessum tertum t.d. með því að sprauta vatni yfir þær eftir notkun og velja skynsamlega staðsetningu…….t.d. EKKI VIÐ HLIÐINA Á BENSÍNDÆLUM 😮,“ segir í færslu slökkviliðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af