fbpx
Fimmtudagur 24.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Fjórir seinheppnir fíkniefnasmyglarar gómaðir eftir að amfetamínbasinn lak úr bílnum í Norrænu

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 17:00

Fjórir pólskir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en þeim er gefið að sök að hafa flutt til Íslands samtals ríflega fimm lítra af amfetamínbasa. Mennirnir földu amfetamínbasann í styrktarbita fremst í Audi A6 bifreið sem þeir fluttu til landsins með Norrænu. Athygli vekur að samkvæmt ákæru lak meirihluti amfetamínbasans úr Audi bifreiðinni í Norrænu.

Í ákæru gegn mönnum fjórum kemur fram að þeir hafi ætlað sér að flytja samtals 5.240 ml. af vökva sem innihélt amfetamínbasa frá Póllandi til Ísland í ágúst. Úr slíku magni mætti líklega framleiða 30 til 60 kíló af amfetamíndufti. Við komu til Íslands var þó einungis um 1.328 millílítrar eftir að þeim vökva þar sem 3.912 millílítrar láku úr Audi bifreiðinni á leiðinni frá Danmörku til Reykjavíkur. Ekki er tekið fram að lekinn hafi komið upp um þá í ákæru en þegar greint var frá málinu í sumar þá var tekið fram að lögregla fylgdist með bílnum eftir komu til landsins með Norrænu.

Einn mannanna var ákærður fyrir að hafa flutt fíkniefnin til landsins, Krzysztof nokkur. Hann er sagður hafa ekið bifreiðinni frá Póllandi, með viðkomu í Þýskalandi, til Danmerkur og þaðan með farþegaferjunni Norrænu sem kom til Seyðisfjarðar að morgni fimmtudagsins 24. ágúst og þaðan áfram norðurleiðina, uns hann kom til Reykjavíkur að kvöldi sama dags.

Hann mælti sér mót við hina Pólverjanna þrjá; Robert, Arkadiusz og Mateusz, við bifreiðastæði við Hótel Nordica. Tveir þeirra, Robert og Arkadiusz, höfðu komið til landsins þann sama dag. Þeir fóru því næst á gistiheimili við Bergstaðarstræti þar sem þeir lögðu bílnum yfir nóttina. Daginn eftir óku ákærðu Robert og Arkadiusz bílnum frá Bergstaðastræti að bílskúr við Skipholt í Reykjavík þar sem fyrirhugað var að fjarlægja fíkniefnin úr Audi bifreiðinni en þar voru ákærðu handteknir ásamt meðákærða Mateusz sem var á gangi skammt frá fyrrnefndum bílskúr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sjáðu magnað myndband Rúnars af bíræfnum bílaþjóf gómuðum af lögreglu

Sjáðu magnað myndband Rúnars af bíræfnum bílaþjóf gómuðum af lögreglu
Fréttir
Í gær

Sindri ákærður fyrir manndrápstilraun – Stakk Elmar margoft

Sindri ákærður fyrir manndrápstilraun – Stakk Elmar margoft
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú séð þennan bíl? Lögreglan leitar að honum

Hefur þú séð þennan bíl? Lögreglan leitar að honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Keyrði fram hjá Háteigsskóla – „Þetta var einhver að flýta sér“

Mynd dagsins: Keyrði fram hjá Háteigsskóla – „Þetta var einhver að flýta sér“
Fyrir 3 dögum

Réttarkerfið kostaði Stacey lífið

Réttarkerfið kostaði Stacey lífið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumönnum brugðið eftir atvik í morgun: „Lögreglumaður á vettvangi sagði við kollega sinn að þetta myndi ekki enda vel“

Lögreglumönnum brugðið eftir atvik í morgun: „Lögreglumaður á vettvangi sagði við kollega sinn að þetta myndi ekki enda vel“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég sakna þess ofboðslega mikið að fá ekki að tala við mömmu“

„Ég sakna þess ofboðslega mikið að fá ekki að tala við mömmu“