Fréttir

Dó nokkrum klukkustundum eftir brúðkaupið

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 20:30

Innan við sólarhring eftir að Heather Mosher gekk að eiga sinn heittelskaða David Mosher, í fallegri athöfn í Hartford í Connecticut í Bandaríkjunum, var hún látin.

Heather greindist með brjóstakrabbamein þann 23. desember árið 2016 og í september síðastliðnum var ljóst í hvað stefndi. Um var að ræða sérstaklega skæða tegund krabbameins sem dreifði sér um líkama Heather.

Sama dag og hún greindist trúlofaðist hún David og stóð til að þau myndu ganga í hjónaband þann 30. desember síðastliðinn. Þar sem heilsu Heather tók að hraka var ákveðið að flýta brúðkaupinu sem fór fram þann 22. desember. Átján klukkustundum síðar, sléttu ári eftir að hún greindist, tapaði hún baráttunni.

Þann 30. desember, daginn sem þau ætluðu upphaflega að giftast, var Heather borin til grafar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Pia Kjærsgaard segir Pírata glíma við unglingaveiki

Pia Kjærsgaard segir Pírata glíma við unglingaveiki
Fréttir
Í gær

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar