fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Vilhjálmur hellir sér yfir eiganda Hótel Rangár sem segir launahækkanir hafa verið „óeðlilega miklar“: Skefjalaus græðgisvæðing

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 19. janúar 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson er illur eftir að hafa lesið viðtal við Friðrik Pálsson, eiganda og framkvæmdastjóra í Morgunblaðinu. Það sem hleypti illu blóði í Vilhjálm voru eftirfarandi ummæli Friðriks sem sagði í Morgunblaðinu:

„Það er ekki eðlilegt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í Evrópu. Gengi krónunnar sé allt of sterkt og launahækkanir á Íslandi undanfarin ár hafi verið óeðlilega miklar“

Vilhjálmur hefur kannað launataxta starfsmanna í ferðaþjónustunni sem nú eru í gildi. Launaflokkur 5. almennt starfsfólk veitinga- og gistihúsa: Mánaðarlaun fyrir fulla vinnu 260.728 á mánuði eða 1.516 krónur á tímann. Launaflokkur 6. Sérþjálfaðir starfsmenn veitinga- og gistihúsa, sem geta unnið sjálfstætt, sýna frumkvæði og fela má tímabundna verkefnaumsjón: Mánaðarlaun fyrir fulla dagvinnu 262.515 krónur á mánuði eða 1.526 krónur á tímann.

Vilhjálmur segir í pistli á Pressunni:

„Ætlar Friðrik hótelhaldari að halda því fram að þessi laun kalli á að greiða þurfi 750 krónur fyrir 750 ml af íslensku vatni? Já, magnað að Friðrik Pálsson hóteleigandi ætli að kenna íslensku lágtekjufólki sem starfar við ferðaþjónustu og er með rétt rúmar 1.500 krónur á tímann um ótrúlega græðgisverðlagningu hjá alltof mörgum í ferðaþjónustunni um þessar mundir.“

Þá segir Vilhjálmur enn fremur:

„Nei, Friðrik Pálsson það er ekki hægt að kenna starfsfólki sem er með 260 þúsund á mánuði um þá skefjalausu græðgisvæðingu sem hefur heltekið suma aðila innan ferðaþjónustunnar. Þessi skammarlegu laun t.d. í ferðaþjónustunni kalla á að verkalýðshreyfingin grípi til róttækra aðgerða þannig að þeir sem starfa í greininni eigi möguleika á að láta launin duga frá mánuði til mánaðar og fyrir þeim framfærsluviðmiðum sem hið opinbera hefur gefið út,“ segir Vilhjálmur og bætir við:

„En við ferðaþjónustuaðila vil ég segja: ekki reyna að kenna launahækkunum um þá græðgisvæðingu sem nú hefur skotið föstum rótum hjá alltof mörgum í ferðaþjónustunni þar sem gullgrafarafglampi skín úr augum sumra.“

Egill Helgason hefur einnig fjallað um umdeilt ummæli Friðriks á Eyjunni. Hann segir:

„Tveggja manna herbergi á Hótel Rangá yfir háferðamannatímann, nóttina 21. til 22. júlí, kostar 590 evrur eða 75 þúsund íslenskar krónur. Vonandi er eitthvað aflögu af því til að borga kaup.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“