Íslendingur í gæsluvarðhaldi á Malaga á Spáni – Eiginkona hans féll fram af svölum – Grunaður um að eiga þátt í því

Íslenskur karlmaður á fertugsaldri situr nú í gæsluvarðhaldi á Malaga á Spáni. Hann er grunaður um alvarlegt brot gegn þrítugri íslenskri eiginkonu sinni. Hún féll fram af svölum á heimili þeirra á Spáni og er alvarlega slösuð. Óvíst er um bata hennar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.

Í blaðinu kemur fram að upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins hafi staðfest að maðurinn sé í gæsluvarðhaldi. Hjónin fluttu nýlega til Spánar ásamt ungri dóttur þeirra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.