fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
FréttirLeiðari

Er þetta í lagi?

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 19. janúar 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Krýsuvíkursamtakanna sakar DV um að vega að starfsemi og starfsheiðri Meðferðarheimilisins í Krýsuvík með harkalegri og villandi umfjöllun. Vísar stjórnin gagnrýni á bug en hefur ákveðið að óska eftir því að Landlæknisembættið geri úttekt á starfseminni. Í frekar aumri yfirlýsingu hreykja stjórnendur sér af góðum árangri en gangast ekki við neinum mistökum. DV hefur lagt spurningar fyrir Sigurlínu Davíðsdóttur, stjórnarformann Krýsuvíkursamtakanna, vegna fyrri greinar DV.

„Forstöðumaðurinn er nú búinn að upplýsa mig og aðra í stjórninni um þetta mál, sem er allt mjög erfitt og leiðinlegt“

Þar gengst hún við því að eitt og annað hafi farið úrskeiðis. Þá er líka forvitnilegt að stjórnin hafi óskað eftir úttekt Landlæknis einmitt þegar DV greindi stjórnendum frá því að til stæði að birta rúmlega árs gamla úttekt þar sem Landlæknir gaf meðferðarheimilinu falleinkunn. Fékk meðferðarheimilið hálft ár til að bregðast við því sem var að en í stuttu máli var ekki brugðist við. Það ber því að fagna því að til standi að óska eftir aðkomu Landlæknis.

Sigurlína hrósar Birni Ragnarssyni fyrir vel unnin störf í skriflegu svari til DV. DV greindi frá því að hann hefði verið látinn fara vegna samneytis við sjúkling. Hann var samt ráðinn aftur og var þá kærður fyrir kynferðisbrot. Björn var fær í sínu starfi að hennar mati. Björn sagði sjálfur að hann hefði enga þekkingu til að hjálpa skjólstæðingum Sigurlínu og hefði verið settur í erfiða stöðu. Sigurlína staðfestir einnig óeðlileg samskipti á milli Þorgeirs Ólasonar forstöðumanns og stúlku sem var skjólstæðingur hans.

„Forstöðumaðurinn er nú búinn að upplýsa mig og aðra í stjórninni um þetta mál, sem er allt mjög erfitt og leiðinlegt,“ segir Sigurlína.

Þá þykir Sigurlínu eðlilegt að skilja fólk eftir á bensínstöðvum hér og þar þegar skjólstæðingum hefur verið vísað burt.

Eftir fyrri úttekt DV mátti lesa í athugasemdakerfi DV, þar sem DV var sakað um að ráðast með ósanngjörnum hætti á meðferðarheimilið, að með umfjölluninni væri DV að reyna að láta loka heimilinu. Auðvitað vill enginn starfsmaður að meðferðarheimilinu sé lokað. Blaðamenn DV eru í þessum greinum að benda á alvarlega hluti sem þarf að laga svo hægt sé að veita okkar veikasta fólki faglega meðferð og ráða þangað gott fólk, en ekki níðinga eins og hefur gerst oftar enn einu sinni.

Þá hafa sett sig í samband við DV tugir manns, úr öllum stéttum, sem þekkja vel til og hafa tekið undir umfjöllun DV. Bæði fyrrverandi skjólstæðingar, ráðgjafar og fólk innan heilbrigðiskerfisins sem hefur haft aðkomu að meðferðarheimilinu.

DV spyr einfaldlega, er þetta í lagi? Er í lagi að reka mann fyrir litlar sakir í opinn dauðann. Er í lagi að ráða mann aftur eftir samneyti við sjúklinga? Er í lagi að forstöðumaður sé í óeðlilegum samskiptum við kvenkyns sjúklinga? Er í lagi að hafa mann á launaskrá sem hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og hefur keypt vændi? Er í lagi að hafa kynferðislega brenglaðan mann í starfi sem tekur sjúklinga í einkatíma heim til sín á kvöldin? Er í lagi að skilja sjúklinga eftir klukkan 16.00 og vitja þeirra ekki fyrr en morguninn eftir? Er í lagi að hundsa alvarlegar athugasemdir Landlæknis eins og gert var í lok árs 2016?

DV fer ekki fram á að loka Krýsuvík en blaðamenn DV spyrja einfaldlega, er þetta í lagi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum
Er þetta í lagi?

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“