fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Segir WOW air ætla „lengra og dýpra“ í áætlunarflugi til Ameríku

Auður Ösp
Fimmtudaginn 18. janúar 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að það sé erfitt að keppa við Ísland þegar kemur að staðsetningu. Ég get ekki séð fyrir mér að einhver fari að koma fyrir eyju í miðju Atlandshafi,“ segir Skúli Mogensen forstjóri WOW air í samtali við vef Reuters.

Í grein Reuters er talað um vinsældir Íslands sem áfangastaðar ferðalanga sem eru á leið yfir Atlantshafið og að það megi einkum þakka WOW air lággjaldaflugfélaginu. Á seinasta ári jókst farþegaumferð um Keflavíkuflugvöll um 28 prósent.

Í samtali við Reuters líkir Skúli aukningunni við það sem hefur verið að eiga sér stað á alþjóðaflugvellinum í Dubai. „Dubai var ekki til fyrir 100 árum. Í dag fara rúmlega hundrað milljónir farþegar í gegnum flugvöllinn á hverju ári.“

Þá kom fram að samkeppnisaðilar WOW air á borð við Delta og Air France hafi þurft að endurskoða verðstrúktúr sinn og framboð eftir að WOW air hóf að bjóða upp flugferðir á lágu verði milli Íslands og Norður Ameríku.

Aðspurður um hvort flugfélagið myndi bjóða upp á ferðir til Asíu í framtíðinni vildi Skúli ekki segja annað en að það væru mikil „vaxtartækifæri.“ Neitaði hann að nefna mögulega áfangastaði.

Þá sagði hann það vera í áætlunum WOW air að fara „lengra og dýpra“ í fluginu til Bandaríkjanna og bjóða upp á flug til áfangastaða þar sem ekki hefur áður verið boðið upp á beint flug til Evrópu. Áður hefur verið tilkynnt að WOW air muni bjóða upp á áætlunarferðir til Cleveland, Detroit, St. Lous, Dallas og Cinncinati.

Norska flugfélagið Norwegian air er aðalkeppinautur WOW Air þegar kemur að ódýru flugi á milli Skandinavíu og Bandaríkjanna en flugfélagið á í dag rúmlega helmingshlut í markaðnum. Á meðan á WOW air rúmlega fjórðung í markaðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar beðnir um að sýna stillingu eftir flugskeytaárás Írans

Ísraelar beðnir um að sýna stillingu eftir flugskeytaárás Írans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einfætt íþróttakona ósátt við að þurfa að kaupa skópar hjá Nike – Þarf að henda helmingnum í ruslið

Einfætt íþróttakona ósátt við að þurfa að kaupa skópar hjá Nike – Þarf að henda helmingnum í ruslið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Íranir vilji ekki stigmögnun átaka en hafi viljað senda sterk skilaboð

Segir að Íranir vilji ekki stigmögnun átaka en hafi viljað senda sterk skilaboð