fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fréttir

Örfáum sekúndum síðar dundu ósköpin yfir

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. janúar 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litlu mátti muna að mjög illa færi þegar Bryan Maess, Christopher McMahon og Roni Durham voru við veiðar í litlum báti skammt frá ósum Columbia-árinnar í Oregon í Bandaríkjunum þann 12. ágúst síðastliðinn.

Eins og meðfylgjandi myndband ber með sér skall stærri hraðbátur á báti þeirra á miklum hraða og áttu þremenningarnir fótum sínum fjör að launa. Þeim tókst að henda sér frá borði en ljóst er að sekúndubrotum munaði að ekki færi verr.

Á myndbandinu sést þegar eigandi smábátsins, Bryan Maess, reyndi að veifa skipstjóra hraðbátsins þegar ljóst var í hvað stefndi. Það gekk ekki eftir og varð harður árekstur í kjölfarið.

Nú hefur Maess ákveðið að stefna skipstjóra hraðbátsins, Marlin Lee Larsen, vegna meiðsla sem hann hlaut í slysinu. Hann meiddist á ökkla, fæti og handlegg en varla þarf að taka fram að báturinn hans varð einnig fyrir miklum skemmdum.

Sjálfur sagði Larsen að slysið hefði atvikast þannig að hann hefði setið þegar hann stýrði bátnum og ekki séð smábátinn. Þremenningarnir töldu sig hafa séð hann í símanum í þann mund sem áreksturinn varð. Maess hefur krafist þess að fá rúma 370 þúsund dali frá Larsen, 38 milljónir króna.

McMahon og Durham, sem fengu skurði og ofkælingu eftir að hafa farið í sjóinn, hafa ráðið lögfræðinga með það að marki að fara í mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Í gær

Óíslensk hegðun

Óíslensk hegðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dottaði undir stýri og fór út af

Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“