fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Fréttir

Blaðamaður um Guðjón: Leiðinlegur viðmælandi, hrokafullur og lítill maður sem hagar sér eins og barn

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 18. janúar 2018 09:25

„Hann er stórkostlegur handboltamaður en hann er leiðinlegasti viðmælandi allra tíma. Ég man ekki eftir neinum öðrum sem er jafn hrokafullur og asnalegur í viðtölum og hann.“

Þetta segir Benedikt Bóas blaðamaður á Fréttablaðinu í bakþanka blaðsins. Þar vandar hann Guðjóni ekki kveðjurnar. Segir Benedikt að viðtalið hafi verið Guðjóni til minnkunar og ævivarandi skammar. „Þar þarf að setja fertugan fyrirliða á hilluna,“ segir Benedikt.

Óhætt er að segja að viðtal RÚV við Guðjón Val Sigurðsson, landsliðsfyrirliða í handbolta, hafi vakið mikla athygli en viðtalið var tekið skömmu eftir svekkjandi tap Íslands gegn Serbum í riðlakeppni Evrópumótsins sem nú stendur yfir í Króatíu. Í viðtalinu virtist Guðjón Valur hinn brattasti og hefur framkoma hans í viðtalinu fengið ýmsa til að klóra sér í kollinum. Fjölmargir hafa gagnrýnt hann á meðan aðrir benda á að hann hafi eflaust verið svekktur eftir tapið, reynt að líta á björtu hliðarnar en hugsanlega farið aðeins of langt í þeim efnum.

Fjölmargir hafa tjáð sig um viðtalið fræga og er Illugi Jökulsson einn af þeim. Hann kemur Guðjóni til varnar. Hann segir viðtalið eftirminnilegt og skemmtilegt:

„Heyrði áðan tvo sérfræðinga á X-inu ræða þetta viðtal við Guðjón Val og báðir voru grafalvarlegir og sammála um að það hefði verið fyrirliðanum til mestu minnkunar. Kommón! Það er ekki eins og einhver hafi dáið. Nú er það svo – með fullri virðingu fyrir íþróttamönnum – að viðtöl við þá eftir keppni eru yfirleitt fyrirsjáanlegt púsl af 10-12 klisjum og út af fyrir sig allt gott um það; íþróttamenn eiga jú að láta verkin tala. En þegar íþróttamaður í geðshræringu gerir og segir eitthvað óvænt, þá eigum við bara að fagna því, ekki skammast okkar fyrir hans hönd. Ólafur Stefánsson var einn af fáum sem átti góða spretti í viðtölum; en þetta viðtal við Guðjón Val er bæði eftirminnilegt og skemmtilegt.“

Heimskir fréttamenn

„Þetta er eins og þetta sé skrifað í skýin. Mikið ótrúlega er þetta gaman,“ sagði Guðjón Valur með bros á vör. Benedikt var ekki sáttur við þessi ummæli og segir: „Það er trúlega 90 prósent áhorf og þjóðin var í sárum. Aðeins litlir menn haga sér svona eftir leik.“ Bætir Benedikt við að Guðjón Valur líti svo á að fréttamenn sé bjánar sem spyrji heimskulegra spurninga.

„Guðjón getur alveg verið í þessu landsliði en maður sem kemur svona fram fyrir hönd liðsins á ekki að vera fyrirliði. Hann á ekki einu sinni að koma til greina,“ segir Benedikt og bætir við á öðrum stað:

„Þar þarf að setja fertugan fyrirliða á hilluna. Þakka honum góð störf og segja honum að hann þurfi ekki að mæta aftur í viðtöl. Trúlega er það það sem hann vill hvort sem er. Fertugir fyrirliðar geta ekki hagað sér eins og minnstu börn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfir 50 karlmenn grunaðir um að hafa greitt fyrir kynlíf með fatlaðri konu

Yfir 50 karlmenn grunaðir um að hafa greitt fyrir kynlíf með fatlaðri konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Silja Dögg: „Ég fór að gráta úti í bíl“

Silja Dögg: „Ég fór að gráta úti í bíl“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“