Svilar unnu bíl í tappaleik: Deildu um hver fengi bílinn – „Ég held að þessar deilur hafi því miður sett fleyg í samskipti fólks í þessari fjölskyldu“

„Oft sagt að þetta sé næst frægasta sakamál Íslandssögunnar á eftir Njálsbrennu“
Helgi Jóhannesson „Oft sagt að þetta sé næst frægasta sakamál Íslandssögunnar á eftir Njálsbrennu“

Lögmenn starfa á átakaflötum þjóðfélagsins þar sem deilt er um staðreyndir og réttar túlkanir á oft óskýrum textum löggjafans. Á borði þeirra lenda því bæði erfið og furðuleg mál, misalvarleg eins og gefur að skilja. DV spurði nokkra af þekktustu lögfræðingum landsins nokkurra spurninga um ferilinn.

Í þeim hópi er Helgi Jóhannesson sem rifjaði upp eftirminnilegt mál sem varðaði svila sem unnu bifreið í tappaleik.


„Það eru svo sannanlega mörg mál sem eru óvenjuleg og furðuleg sem rekur á fjöru lögmanna. Oft og tíðum hafa þau spaugilegar hliðar.

Í einu máli voru atvik þau að tveir svilar héldu sameiginlega upp á fertugsafmæli sín. Þeir keyptu aðföng sameiginlega þar á meðal gos til að nota í veisluna. Þá var í gangi tappaleikur og kom bifreið í vinning úr einni flöskunni. Sá aðili sem átti barnið sem opnaði þá flösku vildi meina að hann ætti vinninginn einn en minn umbjóðandi taldi augljóst að þeir ættu hann saman enda keypt til veislunnar í sameiningu. Úr þessu varð dómsmál milli þessara ágætu manna og vann minn umbjóðandi málið og vinningurinn sem sagt talinn sameign. Ég held að þessar deilur hafi því miður sett fleyg í samskipti fólks í þessari fjölskyldu sem er sorglegt, en málið var óvenjulegt.

Ég minnist líka deilna tveggja aðila á Húsavík. Ég var þar að vinna fyrir vin minn en börnin hans voru með kanínur í búrum í hesthúsum þar við bæinn. Kanínurnar sluppu út og nágranni vildi gera minn mann ábyrgan fyrir tjóni sem hann taldi kanínurnar hafa valdið á heyrúllum í hans eigu en ljóst var að kanínurnar höfðu þá fjölgað sér gríðarlega. Upp úr þessu spruttu skemmtileg bréfaskipti og pælingar um hvort minn umbjóðandi gæti borið ábyrgð á óhóflegri fjölgun kanínanna og hvort hann bæri þá ábyrgð á öllum ættboga kanínanna sem sluppu.“

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.