fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Davíð ætlar ekki að hætta: „Ég er jafn geggjaður og Donald Trump“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. janúar 2018 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins fagnar sjötugsafmæli sínu í dag, af því tilefni mætti hann í útvarpsviðtal á K100. Sunginn var afmælissöngur fyrir Davíð og honum færð kaka.

Forverar hans á ritstjórastóli Morgunblaðsins, Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson, hættu báðir þegar þeir urðu 70 ára, aðspurður hvort hann hygðist hætta sagði Davíð: „Nei ég er ekki að hugsa um það. Orðum þetta svona, ég er sjötugur og Mogginn 105 ára. Ekki hætti hann þegar hann var sjötugur,“ sagði Davíð við mikla kátínu þáttastjórnenda.
Davíð fór yfir víðan völl og ræddi meðal annars um barnabörnin, sagði hann að eitt þeirra hafi haft á orði nýverið að hann „bullaði bara“, sagðist Davíð feginn að hafa ekki þurft að heyra slíka hreinskilni þegar hann var í stjórnmálum. „Ég er jafn geggjaður og Donald Trump. Ekki það að ég sé að segja að hann sé geggjaður,“ sagði Davíð og hló.

Rifjaði hann upp tíð sína sem borgarstjóri Reykjavíkur á árinum 1982 til 1991 og upplýsti að hann hefði haft fjarstýringu að gosbrunninum á Tjörninni, var hann viss um að eiga enn fjarstýringuna. Davíð hefur verið ritstjóri ásamt Haraldi Johannessyni í átta ár, segist hann aðeins hafa tekið sér viku í sumarfrí á þeim tíma. Haldið verður upp á afmæli Davíðs í Morgunblaðshúsinu í Hádegismóum í dag, hefst veislan kl.16.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Í gær

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk