fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Einstæðar mæður fá óhugnanleg skilaboð frá „Guðmundi Þór“: „Ég veit ekki hvar hann sigtaði mig út“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 16. janúar 2018 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi kvenna hefur orðið fyrir því undanfarna daga að fá skilaboð upp úr þurru frá manni sem kallar sig Guðmundur Þór á Facebook. Guðmundur þessi segist vera að bjóða einstæðum mæðrum pening gegn kynlífi. Allar konunnar eiga það sameiginlegt að hafa hvergi auglýst blíðu sína og áttu sér því einskis ills von.

Ein kvennanna sem fékk þessi skilaboð furðar sig í samtali við DV á því hvernig hún lenti í sigtinu á þessum manni. „Ég er einstæð og efnalítil. Ég veit ekki hvar hann sigtaði mig út. Prófíllinn minn er frekar lokaður. Ég veit af þónokkuð mörgum sem fengu þessi skilaboð,“ segir hún.

Athugun DV leiddi í ljós að myndin sem notandinn Guðmundur Þór, eins og hann kallar sig, notar er af erlendum karlmanni sem hefur engin tengsl við Ísland eftir því sem næst verður komist.

„Mæti með umslag með peningnum“

DV hefur undir höndum skjáskot sem þessi aðili sendi í það minnsta þremur konunum, þó fleiri hafi sagst hafa fengið slík skilaboð í lokuðum hópum á Facebook. „Sæl, ég bíð einstæðum mæðrum uppá auðvelda leið til að græða mikið af pening og þú ert ein myndarleg og mig langar til að bjóða þér þetta. En ég bíð 50.000 kr. fyrir venjulegt kynlíf og 70.000 kr. ef þú tekur hann í rassinn. Ég mæti með umslag með peningnum í og er allt frá 5-20 mín eða bara þangað til ég klára og svo er ég farinn, ertu til í þetta?,“ spurði þessi aðili eina konuna.

Ljóst er að lögreglu er kunnugt um málið því í skjáskoti sem ein kvennanna sendi DV segir lögreglumaður á Facebook að lögreglu hafi borist margar svona tilkynningar. Af svörum lögreglumanns að dæma má ætla að lögregla telji sig lítið geta gert þar sem „Guðmundur Þór“ sé sennilega ekki rétt nafn viðkomandi. „Það er rétt hjá þér að vændi má ekki kaupa. Það sem þú getur gert er að tilkynna þennan reikning til FB og freista þess að honum verði lokað. Ég geri ráð fyrir því að þú vitir ekki hver þetta raunverulega er,“ skrifar lögreglumaður fyrir hönd Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að eyða aðganginum nú á Facebook.

„Ekki vera feimin“

Maðurinn sendir einni kvennanna nokkurn fjölda skilaboða en þar spyr hann hvort hana vanti háar upphæðir af seðlum. Hún spyr hví hann sé að spyrja að því. „Þetta var já eða nei spurning,“ svarar maðurinn. Þá svarar konan: „Skil bara ekki afhverju ég ætti að segja manneskju sem ég þekki ekkert hvort mig vanti pening.“

Þessu svarar „Guðmundur Þór“: „Ég er með 70 til 100þús sem þú getur fengið. Mig langar að sleikja þig og njóta með þér, 70 þús fyrir. Kynlíf og ég sleiki þig, 100þús ef þú tekur hann í rassinn.“ Konan svarar þá til baka: „Myndi frekar skjóta mig“. Þá segir maðurinn: „haha, önnur tók boðið svo it´s all good, eigðu gott kvöld vinan. Tekurðu það annars í rassinn? Ekki vera feimin“

Maðurinn virðist hafa gert þetta um nokkurt skeið því ein skilaboð eru frá síðastliðnum október. Þá sendir hann sömu skilaboð og hann virðist senda öllum kvennanna í fyrstu. Þeim er ekki svarað og hækkar hann þá verðið. „Hvað segirðu, vantar þig ekki auka pening? Ég hækka boðið 100þus fyrir sex og ég sleiki þig, 130þus ef ég fæ að setja í rassinn þinn, ertu til? 100% trúnaður, bara ég og þú,“ skrifar maðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk