fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Verslanir H&M lagðar í rúst

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 15. janúar 2018 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslanir H&M í Suður-Afríku hafa verið lagðar í rúst vegna auglýsingar sem sýnir ungan svartan dreng klæðast peysu sem á stendur „Svalasti apinn í frumskóginum“. Málið vakti mikla reiði í síðustu viku þar sem margir telja að um hreina kynþáttafordóma sé að ræða. H&M baðst innilegrar afsökunar á málinu og hefur því verið lofað að peysan verði ekki seld í verslunum H&M á Íslandi.

Sjá einnig: The Weeknd ætlar „aldrei að vinna aftur með H&M“

Sjá einnig: H&M biðst afsökunar á „svalasta apanum í frumskóginum“

Aðgerðasinnar EFF í Suður-Afríku tóku afsökunarbeiðnina ekki gilda og rústuðu verslunum H&M í Jóhannesarborg og Sandton-borg. Starfsfólk flúði og verslununum var lokað. Hér má sjá myndband af því sem átti sér stað.

Samkvæmt lögreglu héldu sumir á skiltum sem á stóð „H&M, segið hæ við svölustu apana“. Aðgerðasinnarnir flúðu svo þegar lögregla mætti á vettvang. Floyd Shivambu einn leiðtoga EEF birti myndir af verslununum á Twitter og sagði: „Þetta H&M kjaftæði þarf nú að þola afleiðingar rasisma síns. Allt hugsandi fólk skal vera sammála því að búðin á ekki að fá að halda áfram starfsemi í Suður-Afríku. Vel gert allir sem svöruðu rasismanum með valdi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Í gær

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“