Fréttir

Tekin með 250 grömm af fíkniefnum í leggöngum og endaþarmi

Parið situr nú gæsluvarðhaldi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 13. janúar 2018 13:49

Maður og kona á þrítugsaldri sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna tilraunar til að smygla fíkniefnum til landsins. Parið, sem er erlent, var að koma frá Barcelona þann 7. janúar síðastliðinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar kemur fram:

„Lögreglan fór um borð í vélina og færði fólkið á varðstofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar framvísaði karlmaðurinn kókaíni. Þá viðurkenndu hjúin að vera jafnframt með fíkniefni sem þau höfðu komið fyrir innvortis. Konan reyndist hafa komið um 200 grömmum af efninu MDMD fyrir í leggöngum sínum og endaþarmi. Karlmaðurinn var með 50 grömm af kókaíni í endaþarminum.“

Parið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. janúar næstkomandi. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins sem er á lokastigi.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Í gær

Svarthöfði: Ekkert hægt að gera um helgar

Svarthöfði: Ekkert hægt að gera um helgar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innanlandsflug liggur niðri og röskun er á millilandaflugi vegna veðurs

Innanlandsflug liggur niðri og röskun er á millilandaflugi vegna veðurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl uggandi yfir ungum fíklum í Vesturbænum – Nágrannar á öðru máli

Karl uggandi yfir ungum fíklum í Vesturbænum – Nágrannar á öðru máli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tryggvi er miður sín: „Ég er heimilislaus í fyrsta skipti á ævinni“ – Upplifir sig sem einskis nýtan pappakassa

Tryggvi er miður sín: „Ég er heimilislaus í fyrsta skipti á ævinni“ – Upplifir sig sem einskis nýtan pappakassa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eldur í bíl við Staðarberg í Hafnarfirði

Eldur í bíl við Staðarberg í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Réðst á fyrrum sambýliskonu að syni hennar viðstöddum: Lamdi konuna með símasnúru og tók hana kverkataki

Réðst á fyrrum sambýliskonu að syni hennar viðstöddum: Lamdi konuna með símasnúru og tók hana kverkataki