fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
Fréttir

Gæti átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér eftir stefnumót sem endaði mjög illa

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 13. janúar 2018 21:00

Lindy Lou Layman, 29 ára kona í Houston í Bandaríkjunum, gæti átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér eftir að stefnumót hennar og lögfræðings endaði með ósköpum.

DV fjallaði um málið á nýársdag

Forsaga málsins er sú að Lindy og Anthony Buzbee fóru á stefnumót að kvöldi 30. desember. Lindy varð mjög ölvuð en parið fór engu að síður heim til Anthony. Þegar þangað var komið taldi hann best að Lindy myndi hafa sig á brott. Úr varð að hann pantaði bíl frá Uber til að sækja hana en eitthvað varð til þess að hún neitaði að fara. Faldi hún sig meðal annars í glæsihúsi hans í úthverfi Houston.

Anthony fann hana skömmu síðar og þá fór allt í bál og brand. Lindy er sögð hafa orðið mjög árásargjörn, gengið bererksgang í húsinu og rifið niður listaverk af veggjum, þar af tvö eftir sjálfan Andy Warhol. Verkin eru metin á fleiri tugi milljóna króna. Þá reif hún niður verk eftir Monet og Renoir en verkin skemmdust þó sem betur fer ekki. Þá er hún sögð hafa hellt rauðvíni yfir önnur listaverk og brotið tvær verðmætar styttur. Talið er að tjónið hlaupi á tugum milljóna króna.

Lindy kom fyrir dóm í vikunni og gengur hún nú laus gegn tryggingu. Hún má ekki drekka áfengi, neyta eiturlyfja eða vera í samskiptum við Buzbee.

Þar sem skemmdirnar hlaupa á tugum milljóna króna gæti hún átt þungan dóm yfir höfði sér. Hámarksrefsing fyrir brot af því tagi er lífstíðarfangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skaðaminnkun skilar sér til baka – Róa fyrir Frú Ragnheiði á föstudaginn

Skaðaminnkun skilar sér til baka – Róa fyrir Frú Ragnheiði á föstudaginn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Reykjavíkurborg leigir þetta tóma niðurnídda hús á 1,3 milljónir af aðilum sem tengdust GAMMA – Sjáðu myndirnar – „Þetta var neyðarúrræði“

Reykjavíkurborg leigir þetta tóma niðurnídda hús á 1,3 milljónir af aðilum sem tengdust GAMMA – Sjáðu myndirnar – „Þetta var neyðarúrræði“
Fréttir
Í gær

Mikil röskun á flugi í Keflavík – Farþegar komast hvorki út í vél eða inn í flugstöðina: „Við erum bara fá okkur frítt te og kaffi“

Mikil röskun á flugi í Keflavík – Farþegar komast hvorki út í vél eða inn í flugstöðina: „Við erum bara fá okkur frítt te og kaffi“
Fréttir
Í gær

Spá vonskuveðri í dag – Förum varlega

Spá vonskuveðri í dag – Förum varlega
Fréttir
Í gær

Varað við stormi á höfuðborgarsvæðinu í dag – Fólk hvatt til að ganga frá lausum munum

Varað við stormi á höfuðborgarsvæðinu í dag – Fólk hvatt til að ganga frá lausum munum
Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“