fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Gæti átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér eftir stefnumót sem endaði mjög illa

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 13. janúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lindy Lou Layman, 29 ára kona í Houston í Bandaríkjunum, gæti átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér eftir að stefnumót hennar og lögfræðings endaði með ósköpum.

DV fjallaði um málið á nýársdag

Forsaga málsins er sú að Lindy og Anthony Buzbee fóru á stefnumót að kvöldi 30. desember. Lindy varð mjög ölvuð en parið fór engu að síður heim til Anthony. Þegar þangað var komið taldi hann best að Lindy myndi hafa sig á brott. Úr varð að hann pantaði bíl frá Uber til að sækja hana en eitthvað varð til þess að hún neitaði að fara. Faldi hún sig meðal annars í glæsihúsi hans í úthverfi Houston.

Anthony fann hana skömmu síðar og þá fór allt í bál og brand. Lindy er sögð hafa orðið mjög árásargjörn, gengið bererksgang í húsinu og rifið niður listaverk af veggjum, þar af tvö eftir sjálfan Andy Warhol. Verkin eru metin á fleiri tugi milljóna króna. Þá reif hún niður verk eftir Monet og Renoir en verkin skemmdust þó sem betur fer ekki. Þá er hún sögð hafa hellt rauðvíni yfir önnur listaverk og brotið tvær verðmætar styttur. Talið er að tjónið hlaupi á tugum milljóna króna.

Lindy kom fyrir dóm í vikunni og gengur hún nú laus gegn tryggingu. Hún má ekki drekka áfengi, neyta eiturlyfja eða vera í samskiptum við Buzbee.

Þar sem skemmdirnar hlaupa á tugum milljóna króna gæti hún átt þungan dóm yfir höfði sér. Hámarksrefsing fyrir brot af því tagi er lífstíðarfangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum