fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Viðar Guðjohnsen kemur föður sínum til varnar: „Hvort hann pabbi sé vondur maður skal ég segja ykkur eina sögu“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 12. janúar 2018 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Guðjohnsen yngri, lyfjafræðingur og fyrrverandi formaður ungliðahreyfingar Frjálslynda flokksins, kemur föður sínum og alnafna til varnar á Facebook en Viðar eldri fór mikinn í Harmageddon í gær. Viðar eldri býður sig fram til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík í vor. Hann gagnrýndi harðlega hina ýmsu þjóðfélagsflokka á Íslandi í Harmeggedon og sitt sýndist hverjum.

Viðar yngri tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 2013, líkt og faðir sinn gerir nú, en sóttist þó ekki eftir oddvitastöðu. „Áhugaverður dagur. Ég held að pabba hafi tekist það að segja allt sem bannað er að segja á mettíma í viðtalinu í morgun. Hvað sem mönnum kann að finnast um hans skoðanir, hann er pabbi minn og ég styð hann alla leið. Þeir sem tala illa um hann geta ekki átt von á því að ég gleymi því í bráð. Sennilega er það eitt af því fáa sem ég á erfitt með að fyrirgefa,“ skrifaði Viðar á Facebook í gær.

Sjá einnig: Viðar vill leiða Sjálfstæðisflokkinn: Fordæmir ungt fólk, feita, útlendinga, róna, konur, jafnaðarmenn og Kára Stefánsson

Viðar segir föður sinn hafa alla burði til að leiða flokkinn í kosningunum í vor. „Hann er flottur leiðtogi og að mínu mati hæfasti frambjóðandinn. Ástæða númer eitt, tvö og þrjú, hann kann að byggja og hann veit hvað hann þarf að gera til þess að menn fari að byggja íbúðarhúsnæði aftur. Þetta er eitthvað sem hann hefur gert alla sína tíð og er mikilvægasta mál Reykjavíkur um þessar mundir,“ segir Viðar.

Viðar eldri lagði í viðtalinu í Harmageddon áherslu á að hver og einn þyrfti að taka ábyrgð á eigin heilsu. Því er sonur hans sammála. „Þá er það líka hárrétt hjá honum að það er auðveldara og hagkvæmara að breyta um lífsstíl heldur en að meðhöndla slæman og óhollan lífsstíl. Þetta er staðreynd. Ásamt þeirri staðreynd að lífstílssjúkdómar eru farnir að valda mikilli og óþarfa útgjaldaaukningu í heilbrigðiskerfinu,“ segir Viðar.

Viðar yngri segir svo að lokum sögu af föður sínum til að sýna fram að hann sé ekki sá „vondi maður“ sem sumir hafa sagt hann vera: „Hvort hann pabbi sé vondur maður skal ég segja ykkur eina sögu. Fyrir um ári síðan kom hann til mín og spurði hvort ung pólsk kona með nýfætt barn gæti fengið að gista hjá okkur Verenu. Konan hafði í engin hús að venda. Hjá honum var allt fullt og hann gat ekki vísað henni á dyr. Án þess að fá nokkuð fyrir lagði hann á sig mikla vinnu til þess að hjálpa þessari ungu konu. Þetta er ekki einsdæmi, það vita allir sem þekkja pabba og ég skal líka segja ykkur það að þegar hrunið dundi á okkur öllum og leiga og húsnæði hækkaði upp úr öllu valdi hélt hann að sér höndum og reyndi hvað hann gat að hækka ekki leiguna nema í algjörri nauðsyn.

„Þetta er nú þessi ,,vondi maður“. Hann gerir þó stóran greinamun á því þegar hann hjálpar fólki með sína eigin peninga en þegar menn gera sig stóra og hjálpa fólki á kostnað skattgreiðenda. Það er nefnilega nokkuð auðvelt að vera góður með annarra manna fé.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun