Skiptinemi svipti sig lífi á Íslandi: Fjölskyldan rukkuð á kveðjustund

Opinn og vinamargur - Lögreglumenn í fríi – Óumbeðin þjónusta

Í fríi í Búlgaríu skömmu áður en hann lést.
Connel Arthur Í fríi í Búlgaríu skömmu áður en hann lést.

Hinn 21 árs gamli Connel Arthur kom hingað til lands í ágústmánuði sem skiptinemi frá Skotlandi. Hann þekkti engan en eignaðist strax fjölda vina enda opinn og skemmtilegur strákur. Hann starfaði sem barþjónn á krá í miðborg Reykjavíkur og eignaðist þar eins konar fjölskyldu. Fjórum dögum fyrir jól svipti hann sig lífi og þegar móðir hans, stjúpfaðir og systir komu til landsins til að sækja hann mætti þeim ekkert nema ómanneskjulegt skilningsleysi og peningaplokk að þeirra mati.

Connel nam efnafræði í Háskólanum í Glasgow og hann kom hingað til lands á Erasmus-styrk til að læra jarðvarmaverkfræði. Samstarfskona Connel sem kynntist honum daginn sem hann kom hingað til landsins. Í samtali við DV segir hún: „Hann var ótrúlegur. Allir sem kynntust honum elskuðu hann. Hann var klár, mannblendinn og laus við alla feimni. Hann hafði mikinn áhuga á snjóbrettum og útiveru. Einnig hjólabrettum, hann gekk um alla borgina með brettið sitt.“

Tónlist hefur verið mikil ástríða fjölskyldu Connels alla tíð og tónleikar sér í lagi. Móðir hans, Nathalie, og stjúpfaðirinn, Tim Slack, sóttu um 200 tónleika á árinu 2017. Um jólin 2016 fór Connel með þeim að sjá skosku hljómsveitina Mogwai í heimalandinu og fjölskyldan var búin að skipuleggja að heimsækja hann á Íslandi og sjá Mogwai aftur á tónleikahátíðinni Norður og Niður í Hörpu 29. desember.

Vinir Connels hérna á Íslandi vissu ekki að hann glímdi við þunglyndi. Þess vegna kom fráfall hans aðfaranótt 20. desember eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hann átti fjölskyldu, kærustu í Englandi og bjarta framtíð.

Þegar fjölskyldan kom hingað hitti hún hljómsveitarmeðlimi Mogwai og ræddu við þá fyrir tónleikana. Hljómsveitin tileinkaði svo Connel eitt lagið sem þeir fluttu í Hörpu.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.