fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Ölóður Íslendingur reynda að kveikja í bænahúsi múslima í Öskjuhlíð

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 12. janúar 2018 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur karlmaður var á dögunum sýknaður af hatursglæp þó dómari hafi talið sannað að hann hafi reynt að kveikja í Ýmishúsinu, bænahúsi Menningarseturs múslima á Íslandi. Maðurinn var þó dæmdur fyrir vopnalagabrot en á honum fannst fjaðrahnífur og hnúajárn. Maðurinn var samkvæmt dómi ofurölvi og er málið því allt hið furðulegasta.

Atvikið átti sér stað á þjóðhátíðardag Íslendinga, 17. júní, í fyrra en maðurinn, sem er ekki nafngreindur í dómi, lýsti því yfir þegar hann var handtekinn að þessi verknaður hans væri yfirlýsing af hans hálfu. Hann sagðist mikill þjóðernissinni og að hann væri á móti íslam. Þegar runnið hafði af honum dró hann í land og sagði í skýrslutöku frekar vera föðurlandsvinur en þjóðernissinni.

Gómaður af lögreglu

Hálf sex að morgni 17. júní í fyrra var lögregla kölluð að Ýmishúsinu vegna tilkynningu um að búið væri að bera eld að húsinu. Þegar lögreglumenn komu á vettvang veittu þeir því athygli að búið var að leggja eld að salernispappír skammt frá inngangi hússins. Á næsta leiti lá karlmaður, sá dæmdi, sem virtist sofa ölvunarsvefni. Lögreglumenn ræddu við hann og þvertók hann fyrir að hafa kveikt í klósettpappírnum. Lögregla bað hann að yfirgefa svæðið og fóru svo lögreglumenn.

Einungis um tíu mínútum síðar barst ný tilkynning um að verið væri að bera eld að Menningarsetri múslíma. Þegar lögreglumenn komu aftur á vettvang var maðurinn að gera gera tilraun til að að kveikja í salernispappír sem komið hafði verið fyrir á útidyrahurð hússins. Maðurinn var þá handtekinn.

„Í skýrslu lögreglu eru eftirfarandi ummæli bókuð eftir ákærða, sem hann er sagður hafa látið falla í viðræðum við lögreglu á leið á lögreglustöð: „… sagði ákærði að hann væri mikill þjóðernissinni og að hann væri á móti íslam. Ákærði sagðist annars ekki eiga sökótt við neinn mann. Ákærði sagði að þessi verknaður hans væri yfirlýsing af hans hálfu. Ákærði gat ekki útskýrt hvað hann meinti með því betur en svo,“ segir í dómi.

Á það til að tendra eld

Fyrir dómi rifjaði maðurinn upp aðdraganda þess að hann var handtekinn. Hann hafði farið í tvö samkvæmi og drukkið ótæplega af áfengi. Honum rámaði þó í að hann hafi verið á leið í sjoppu til þess að kaupa sígarettur þegar hann gekk fram hjá bænahúsinu. Honum minnti þó að húsið hýsti starfsemi kórs og tók hann fram að hann hefði ekkert erindi átt að þessu húsi.

Maðurinn sagðist hafa fundið klósettrúlluna við húsið og honum rámaði óljóst í að hafa kveikt í pappír við húsið. Hann sagðist eiga það til að tendra eld þegar hann væri ölvaður en tók skýrt fram að það væri einungis honum til skemmtunar en ekki til að valda tjóni.

Fyrir dómi sagðist hann ekki þjóðernissinni og neitaði því að hata útlendinga. Honum væri illa við öll trúarbrögð og beindist það ekkert sérstaklega að íslam. Hann sagðist ekki hafa verið í neinu ástandi vegna ölvunar til að lýsa einu né neinu yfir þegar hann var handtekinn.

Telst ekki sem tjáning

Líkt og fyrr segir var maðurinn sýknaður af broti á 233. grein hegningarlaga, en brot gegn þeirri grein flokkast sem hatursglæpur. Það má lesa milli lína í dómi að maðurinn hefði að öllum líkindum verið dæmdur ef hann hefði ekki verið ákærður fyrir hatursglæp:

„Telur dómurinn upplýst í málinu að umrædda nótt hafi ákærði komið ofurölvi að bænahúsi Menningarseturs múslima á Íslandi við Skógarhlíð í Reykjavík. Þar hafi hann gert tilraun til þess að leggja eld að salernispappír á útidyrahurð hússins en ekki tekist. […] Af þessari háttsemi ákærða hefði bæði getað hlotist hætta og eignatjón. Að því virtu sem rakið hefur verið um aðstæður verður hins vegar trauðla séð að í framgöngu ákærða hafi falist sérstök tjáning af hans hálfu á opinberum vettvangi. Þá verður til þess að líta að svo tjáning geti talist refsiverð samkvæmt 233. gr. a. almennra hegningarlaga þarf hún að hafa haft það að markmiði að hæða, rægja, smána eða ógna manni eða hópi manna, en þau fátæklegu gögn sem lögregla aflaði við rannsókn málsins styðja ekki þann málatilbúnað ákæruvalds.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala