fbpx
Fréttir

Halldóra Mogensen: „Mjög alvarlegt það sem er að gerast í Krýsuvík“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 12. janúar 2018 17:20

Kynferðisbrot, ofbeldi og óttarstjórnun á Krýsuvík er til umfjöllunar í DV dag. Afhjúpun DV hefur vakið mikla athygli en DV hefur undir höndum frekari upplýsingar um alvarlegar brotalamir á starfsemi meðferðarstöðvar Krýsuvíkursamtakanna. Þá er greint frá óviðeigandi samskiptum yfirmanns við kvenkyns skjólstæðinga og andlát sem aldrei hefði átt að eiga sér stað. Þetta eru atvik sem koma við sögu á síðustu tveimur árum á meðferðarstöðinni og tengjast rekstri Krýsuvíkursamtakanna á meðferðarheimili í Krýsuvík.

Sjá nánar: Kynferðisbrot og óttastjórnun í Krýsuvík

Halldóra Mogensen, formaður Velferðarnefndar Alþingis, segir málið hrikalegt og telur nauðsynlegt að skoða það ofan í kjölinn. „Þetta er mjög alvarlegt það sem er að gerast á Krýsuvík,“ segir Halldóra í samtali við DV.

Heimildir DV herma að nokkrir stjórnenda og starfsmanna heimilisins hafi síðustu misserin átt óviðeigandi samskipti og sambönd við skjólstæðinga. Einn þeirra hefur kært fyrrverandi starfsmann til lögreglu fyrir alvarlegt kynferðisafbrot. Þá þykir stjórnun nokkurra helstu starfsmanna hafa verið mjög harðneskjuleg og ósanngjörn, bæði í garð skjólstæðinga og undirmanna.

Tilbúin að skoða Krýsuvík

Jón hafði staðið sig með miklum sóma í meðferðinni að sögn heimildarmanna þegar hann var rekinn fyrirvaralaust.
Jón Einar Jón hafði staðið sig með miklum sóma í meðferðinni að sögn heimildarmanna þegar hann var rekinn fyrirvaralaust.

DV fjallaði ítarlega um málið í dag. Var greint frá sorglegri sögu Jóns Einars Randverssonar. Jón lét lífið eftir að hafa verið rekinn úr meðferð fyrir litlar sakir. Jóni hafði gengið vel í meðferðinni og vissi að dauðinn biði ef hann yrði rekinn. Daginn eftir brottvísun fannst hann látinn.

„Í raun og veru er þetta málaflokkur sem ég hef ekki náð að setja mig inn í og þarf augljóslega að gera það. Þetta er náttúrlega mjög alvarlegt það sem er að gerast þarna en ég þekki ekki nægilega vel hvernig reksturinn er og að hvaða leyti ríkið kemur að þessu. Þetta, ásamt fleiru, er eitthvað sem ég þyrfti að skoða,“ segir Halldóra og segir söguna af Krýsuvík ríma við aðrar sögur af úrræðum fyrir fíkla á Íslandi.

„Það eru auðvitað margir sem hafa góðar sögur af Krýsuvík en mér finnst þetta verið frekar svipað og það sem ég hef verið að setja mig inn í núna varðandi börn með fíkniefnavanda og þessi úrræði sem eru í boði fyrir þau. Þar kemur upp svipuð gagnrýni hvað varðar skort á starfsfólki með menntun, skortur á fagaðilum. Það er mjög alvarlegt mál og eitthvað sem við þurfum að skoða miklu betur hvernig við eigum að fara að. Mér finnst við þurfa að skoða hvernig nágrannalönd okkar eru að gera þetta því það eru mörg lönd sem eru að nálgast þessa málaflokka og eru að gera það vel. Þannig það virðist vera einhver pottur brotinn hvað varðar nálgunina hjá okkur. Þetta snýst alltaf svo mikið hvernig má spara fjármagn í staðinn fyrir að skoða hvernig er hægt að gera þetta faglega og vel.“

Afglæpavæðing mikilvæg

Halldóra segir afglæpavæðingu fíkniefna mikilvægt skref í rétta átt.

„Afglæpavæðingin kemur náttúrlega inn í þetta og ég held að það sé möguleg ástæða fyrir þessu er að það eru svo miklir fordómar gagnvart fólki í neyslu og það er ekki komið fram við þetta fólk eins og það sé veikt heldur að það sé hálfgerðir glæpamenn og aumingjar. Um leið og við nálgumst afglæpavæðingaleiðina þá förum við að koma fram við þetta sem sjúklinga sem eiga heima í heilbrigðiskerfinu,“ segir Halldóra og bætir við að það sé það sem Píratar hafa verið að leggja áherslu á í þessu kjörtímabili er að ýta á afglæpavæðinguna.

Ætlar nefndin að skoða Krýsuvík?

„Þetta er eitthvað sem ég myndi fyrst og fremst skoða og sjá svo hvernig við gætum nálgast þetta í nefndarvinnu. Ég ætla fyrst og fremst að kafa í þetta betur sjálf til að gera mér grein fyrir því um hvað þetta mál snýst,“ svarar Halldóra.

DV hefur einnig reynt að ná í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til að bera málið undir hana en hún hefur ekki svarað síma. DV hefur eins og áður segir frekari gögn undir höndum sem tengjast rekstri meðferðarheimilisins og mun halda umfjöllun áfram næstu daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“
Fréttir
Í gær

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð
Fréttir
Í gær

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum