fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Guðmundur í Afstöðu segir mannréttindi Barry brotin: „Ólíðandi að fatlað fólk skuli ekki fá sömu úrræði“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 12. janúar 2018 16:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, segir það klárt mannréttindabrot að fatlaðir fangar hafi ekki aðgang að sömu úrræðum og aðrir fangar.

Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafi synjað Barry Van Tuijl, alvarlega líkamlega fötluðum fanga, um náðun. Barry hlaut dóm fyrir fíkniefnasmygl en hann missti fótlegg í umferðarslysi og notast því oft við hjólastól. Þar sem áfangaheimilið Vernd er ekki hannað fyrir hjólastóla er óvíst hvort Barry geti afplánað eftirstöðvar dóms síns þar.

„Ég og Afstaða höfum ásamt fleirum komið að þessu máli en það er ólíðandi að fatlað fólk skuli ekki fá sömu úrræði og aðrir fangar. Þetta er klárt mannréttindabrot og með ólíkindum að á árinu 2018 skuli ekki vera gert ráð fyrir því að fatlaðir einstaklingar geti tekið út sína refsingu eins og aðrir. Mikið fatlaðir einstaklingar geta ekki nýtt sér sömu úrræði að aðrir fangar eins og að vera í opnum úrræðum, Vernd eða á rafrænu eftirliti og er því þeirra afplánun mun þungbærari en annarra og jafnvel lengur,“ segir Guðmundur Ingi á Facebook.

Hann gagnrýnir enn fremur Öryrkjabandalag Íslands fyrir að sýna málinu lítinn áhuga. „Náðunarnefnd Dómsmálaráðherra hefur greinilega ekki farið mjög djúpt í þessa beiðni og þá eru það mikil vonbrigði að Öryrkjabandalag Íslands hafi ekki viljað aðstoða Afstöðu í þessu máli. Í okkar huga í dag er Öryrkjabandalag aðeins bandalag sumra öryrkja en alls ekki allra og sérstaklega ekki þeirra öryrkja sem eru fangar. Ítrekuðum tölvupóstum og símtölum Afstöðu hefur Öryrkjabandalagið ekki svarað,“ segir Guðmundur Ingi.

Guðmundur Ingi telur þetta mismunun vegna fötlunar: „Ef stjórnvöld geta ekki gert haft viðunandi og mannúðlega aðstöðu og úrræði fyrir fatlaða eiga þau ekki heldur að komast upp með að fangelsa slíka einstaklinga. Fangelsi landsins eru ekki í stakk búin til að vista fatlaða einstaklinga og þeir geta ekki notað mörg úrræðin, þetta er ég alveg viss um að sé bannað með lögum og fer í það strax að hringja út allar þær stofnanir sem hafa með þetta að gera. Við hjá Afstöðu höfum komið með mikið af hugmyndum og bent á úrræði sem auðveldlega væri hægt að nota en eins og venjulega þá eru bara hreinlega ennþá það miklir fordómar að okkar skoðun má alls ekki skoða vel. En það eru auðvitað fleiri hópar en líkamlega fatlaðir sem fá slæma meðferð í kerfinu okkar eins og t.g. geðfatlaðir og fleiri. Ég skora á Dómsmálaráðherra að fara að taka okkur og þennan málaflokk alvarlega og a.m.k. ræða við okkur!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala