fbpx
Fréttir

Fyrrum starfsmaður Malbikunarstöðvarinnar Höfða talin hafa dregið að sér tugi milljóna króna

Sá grunaði lést fyrir nokkru síðan – Malbikunarstöðin er í eigu Reykjavíkurborgar

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 12. janúar 2018 13:11

Fyrrum deildarstjóri sölu- og fjármáladeildar Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. er grunaður um dregið að sér yfir 30 milljónir króna á árunum 2010-2015. Maðurinn verður þó ekki sóttur til saka því hann lést fyrir nokkru síðan en þá var hann enn starfsmaður fyrirtækisins.

Ábending um hið meinta misferli barst framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Halldóri Torfasyni, þann 21.desember síðastliðinn. Skoðun stjórnenda fyrirtækisins leiddi í ljós að bókhaldsgögn studdu þessar grunsemdir. Þá var stjórn fyrirtækisins og eiganda, sem er Reykjavíkurborg, þegar tilkynnt um þessar grunsemdir og hóf innri endurskoðun Reykjavíkurborgar þegar rannsókn málsins.

Frumskoðun Innri endurskoðunar leiddi í ljós að hið meinta misferli nemur rúmlega 30 mkr, eins og áður segir, og er talið hafa staðið yfir á sex ára tímabili, árin 2010-2015. Ekki eru vísbendingar um að deildarstjórinn hafi átt vitorðsmenn innan fyrirtækisins.

Niðurstöður Innri endurskoðunar verða lagðar fyrir Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar, sem hefur það hlutverk að ákveða með framhald málsins. Starfsfólki fyrirtækisins var tilkynnt um málið í dag. Í stuttu samtali við DV sagði Halldór að starfsfólk fyrirtækisins væri harmi slegið yfir fregnunum enda hafði starfsmaðurinn starfað í mörg ár hjá fyrirtækinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Segir erfiðan vetur framundan fyrir íslensku flugfélögin – „Það er alls ekkert víst að þetta klikki“

Segir erfiðan vetur framundan fyrir íslensku flugfélögin – „Það er alls ekkert víst að þetta klikki“
Fréttir
Í gær

Myrti og misnotaði götubörn

Myrti og misnotaði götubörn
Í gær

Sjáðu hvað Katrín sagði árið 2015 – Þetta er veruleikinn í dag

Sjáðu hvað Katrín sagði árið 2015 – Þetta er veruleikinn í dag
Fréttir
Í gær

Þetta getur gerst ef þú keyrir mjög þreytt/ur – „Það er margt sem getur gerst á þeim tíma ef augunum er lokað“

Þetta getur gerst ef þú keyrir mjög þreytt/ur – „Það er margt sem getur gerst á þeim tíma ef augunum er lokað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Milljónatjón eftir óhapp hjá ótryggðum verktaka í Keflavík

Milljónatjón eftir óhapp hjá ótryggðum verktaka í Keflavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borðar þú lakkrís? Helga segir að þá sért þú í vondum málum

Borðar þú lakkrís? Helga segir að þá sért þú í vondum málum