Trump: Ég myndi sigra Opruh

Mynd: 2017 Getty Images

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann myndi sigra ef Oprah Winfrey færi í forsetaframboð gegn honum árið 2020. Oprah vakti mikla athygli fyrir tilfinningaþrungna ræðu á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í vikunni og var hún í kjölfarið hvatt til að fara í forsetaframboð gegn Trump. Spjallþáttadrottningin vinsæla sagði í haust að hún ætlaði ekki í framboð en eftir ræðuna sagðist hún ætla að hugsa málið.

Fréttamenn spurðu Trump í gær um mögulegt framboð Opruh. „Ég myndi vinna hana. Það yrði rosalega gaman,“ sagði Trump og bætti við: „Mér líkar vel við Opruh en ég held að hún ætli ekki í framboð. Ég þekki hana.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.