Fréttir

Trump: Ég myndi sigra Opruh

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 11. janúar 2018 10:48

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann myndi sigra ef Oprah Winfrey færi í forsetaframboð gegn honum árið 2020. Oprah vakti mikla athygli fyrir tilfinningaþrungna ræðu á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í vikunni og var hún í kjölfarið hvatt til að fara í forsetaframboð gegn Trump. Spjallþáttadrottningin vinsæla sagði í haust að hún ætlaði ekki í framboð en eftir ræðuna sagðist hún ætla að hugsa málið.

Fréttamenn spurðu Trump í gær um mögulegt framboð Opruh. „Ég myndi vinna hana. Það yrði rosalega gaman,“ sagði Trump og bætti við: „Mér líkar vel við Opruh en ég held að hún ætli ekki í framboð. Ég þekki hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Pia Kjærsgaard segir Pírata glíma við unglingaveiki

Pia Kjærsgaard segir Pírata glíma við unglingaveiki
Fréttir
Í gær

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar