fbpx
Fréttir

Smitaðist af hræðilegri bakteríu í sumarfríinu – „Þetta var eins og eldfjall“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. janúar 2018 06:26

Það sem átti að vera ánægjuleg ferð í hitann í Túnis breyttist í algjöra martröð fyrir David Worsley 59 ára Breta. Hann fór í frí til Túnis ásamt eiginkonu sinni en upplifði algjöran hrylling eftir að hann smitaðist af ákveðnu afrísku afbrigði af salmonellu. Salmonellan hafði mikil áhrif á kynfæri Worsley en annað eista hans stækkaði gríðarlega og varð 10 sinnum stærra en áður.

Worsley dvaldi á Concorde Marco Polo í Hammamet ásamt eiginkonu sinni 2014 þegar hann smitaðist af salmonellunni. Málið er nú fyrir dómi en Worsley krefur ferðaskrifstofuna, TUI, sem seldi þeim hjónum ferðina um bætur þar sem starfsmaður ferðaskrifstofunnar hafi ekki brugðist rétt við er Worsley leitaði til hans með mikinn hita. Starfsmaðurinn sagði Worsley að hann væri með sólsting.

„Þegar heim var komið bólgnaði annað eistað svo mikið að það var á stærð við greipaldin og var svo þungt að það var eins og það væri úr gleri. Sársaukinn var svo mikill að ég hélt að ég væri að deyja.“

Sagði Worsley í samtali við The Sun.

Læknir hafði sagt honum að hann væri með mjög smitandi sjúkdóm og mætti ekki sofa hjá eiginkonu sinni. Worsley sagðist stöðugt hafa þurft að halda um eistað þegar hann gekk því það hafi verið svo þungt.

„Nokkrum dögum síðar vaknaði ég um 5 við mikinn sársauka í vinstra eistanu. Ég gat varla hreyft mig og grét af sársauka. Síðan sprakk það í bókstaflegri merkingu. Þegar læknirinn sá þetta sagði hún að þetta hefði verið eins og sprenging í eldfjalli. En þetta var svo mikill léttir því sársaukinn var orðinn svo mikill.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“
Fréttir
Í gær

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð
Fréttir
Í gær

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum