fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Rannsókn lokið á meintri morðtilraun Mohamed í Meðalholti: Lögregla rannsakar enn hver hann er í raun og veru

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 11. janúar 2018 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn lögreglu er lokið á meintri morðtilraun erlends manns að nafni Mohamed, sem kallar sig Josh, en hann er grunaður um að hafa reynt að drepa íslenska fyrrverandi kærustu. Landsréttur úrskurðaði hann í gæsluvarðhald til 31. janúar í gær.

Í dómi Landsréttar kemur fram að Mohamed sé grunaður um að hafa á heimili sínu í Meðalholti tekið fyrrverandi sambúðarkonu sína kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar þar til hún missti meðvitund. Skýrsla Sebastian Kunz réttarmeinafræðings liggur fyrir en hann skoðaði áverka konunnar.

„Áverkar þolandans eru sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli, sem mögulega leiddi til meðvitundarleysis. Þar sem kyrking með höndum er margbrotin í eðli sínu, verður að flokka aflmikla kyrkingu með höndum eins og í þessu tilviki, sem a.m.k. mögulega lífshættulega,“ segir í niðurlagi skýrslunnar.

Líkt og DV greindi frá stuttu eftir atvikið er hann grunaður um að hafa villt á sér heimildir. Vinkona þolanda hans sagði þá: „Hann þykist heita Eljoven en er kallaður Josh og vera fæddur 1995 til 1993 (fer eftir við hvern hann talar) en hann heitir Mohamed og er fæddur 1989. Hann var með falsað vegabréf þangað til um helgina sem lögreglan er komin með í hendurnar svo hann hefur verið mjög sannfærandi.“

Í dómi Landsréttar kemur fram að þó rannsókn á meintri morðtilraun sé lokið þá sé enn rannsakað hver hann er í raun og veru. „Rökstuddur grunur leikur á að hann hafi gefið rangar upplýsingar til yfirvalda þegar hann kom til landsins árið 2012,“ segir í dómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri