fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Kjaftshögg í Eyjum kostaði árásarmanninn rúma milljón

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. janúar 2018 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða manni 374 þúsund krónur í bætur vegna líkamsárásar.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa, laugardaginn 30. júlí árið 2016 í Vestmannaeyjum, veist að manni og slegið hann þungu höggi í andlitið með krepptum hnefa. Fórnarlambið féll í götuna og voru afleiðingarnar tvö kjálkabrot.

Maðurinn játaði sök fyrir dómi en hann hefur ekki áður sætt refsingu svo vitað sé. Var árásarmaðurinn dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, og til að greiða fórnarlambi sínu 374 þúsund krónur. Þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað málsins, alls 947 þúsund krónur.

Samtals þarf maðurinn því að greiða 1,3 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu