fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Össur útskýrði á brókinni mögulega hræðileg örlög Eyþórs Arnalds

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 10. janúar 2018 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir á Facebook-síðu sinni að í gær hafi hann fáklæddur í búningsklefa útskýrt fyrir Eyþóri Arnalds, einum eiganda Morgunblaðsins, að það væru hræðileg örlög að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Stuttu síðar kom í ljós að Eyþór hygðist bjóða sig fram í prófkjöri flokksins.

„Í dag stóð ég á brókinni í búningsklefa í World Class og útskýrði með litríkum hætti að hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins væru að vinna leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Glæsilegur maður á besta aldri, Eyþór Arnalds, spurði mig kurteislega hvernig á því stæði? Ég útskýrði að sá einstaklingur væri dæmdur til að leiða minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur næstu fjögur árin og ömurlegra og valdaminna hlutskipti væri ekki hægt að hugsa sér. „Akkúrat,“ sagði útgefandi Morgunblaðsins, og virtist örlítið huxi,“ skrifar Össur.

Eftir dágóða stund í gufubaði uppgötvaði Össur að Eyþór ætlaði að bjóða sig fram í prófkjörinu. „Þegar ég kom svo vel marineraður úr gufubaði hálfu kílói síðar var náttúrlega það fyrsta sem ég heyrði að Eyþór Arnalds hefði gefið kost á sér í leiðtogasætið. – Ég hef einsett mér að segja aldrei: „I told you so!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“