Jóni Páli sagt upp vegna #metoo

Jón Páll Eyjólfsson var sagt upp úr stóli leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, uppsögnin tengdist #metoo byltingunni og máli sem kom upp fyrir áratug.

Jón Páll sagði sjálfur í desember síðastliðnum að hann hefði sagt upp sjálfur en myndi klára leikárið. Sagði hann þá að ástæðan væri skortur á fjármagni og fjárhagserfiðleikar leikfélagsins. Greint var svo frá því í morgun að hann myndi ekki klára leikárið heldur yrði tafarlaust látinn fara. Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar neitaði því ekki í samtali við RÚV að uppsögnin tengdist #metoo byltingunni.

Jón Páll segir í samtali við mbl að málið sem um ræði hafi átt sér stað fyrir áratug utan veggja leikhússins. Gerð hafi verið sátt í málinu fyrir fimm árum en stefnt hafi verið að þolandanum þegar #metoo byltingin fór af stað í fyrra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.