fbpx
Fréttir

Hann borgaði fyrir hnefaleikakeppni í sjónvarpinu – Fylltist örvæntingu þegar hann uppgötvaði hvað vinur hans hafði gert

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. janúar 2018 06:18

Í apríl 2017 mættust Anthony Joshua og Wladimir Kiltschko í hnefaleikum og fór bardaginn fram á Wembley í Lundúnum. Craig Forster var einn þeirra fjölmörgu sem greiddi 19,95 pund fyrir að sjá bardaganna í sjónvarpi en það var Sky sem átti útsendingarréttinn. Hann bauð síðan vinum sínum að horfa á bardagann með sér. Einn vinanna gerði Forster þó mikinn óleik og fylltist Forster örvæntingu þegar málið fór að vinda upp á sig.

Þegar útsendingin hófst tók vinurinn spjaldtölvu Forster og beindi henni að sjónvarpinu og sýndi það sem sást á sjónvarpsskjánum í beinni útsendingu á Facebook. Rúmlega 4.000 manns nýttu sér þessa „útsendingu“ hans á bardaganum án þess að greiða nokkuð fyrir. Sunday Mirror skýrir frá þessu.

Fram kemur að Sky hafi rekið útsendinguna til Forster og hafi í framhaldinu sent honum himinháan reikning eða upp á 85.000 pund en það svarar til um 12 milljóna íslenskra króna. Reikningurinn er byggður á þeirri upphæð sem Sky telur sig hafa orðið af vegna útsendingar vinar Forster á bardaganum. Talið er að rúmlega 400.000 manns hafi horft á bardagann á Facebook og þannig hafi Sky orðið af miklum tekjum.

„Þeir eru að setja fordæmi með máli mínu. Ég veit að það var rangt að streyma bardaganum. Ég stoppaði ekki vin minn því ég var að horfa á leikinn. Ég er bara maður sem fékk sér nokkra drykki með vinum.“

Forster sagði að hann hefði fengið nokkur bréf frá lögmannsstofunni sem sér um málið fyrir Sky. Í einu þeirra var honum boðið að ljúka málinu með sátt og greiða 5.000 pund, sem svarar til rúmlega 700.000 íslenskra króna, til að sleppa við að málið færi fyrir dóm. Hann sagðist hafa greitt þetta í örvæntingu sinni til að ljúka málinu.

Nú sér hann hins vegar eftir að hafa greitt þetta og ætlar að mæta Sky í dómssal og reyna að fá peningana aftur þar sem hann hafi beðist afsökunar og að um ölvunarrugl þeirra félaga hafi verið að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“
Fréttir
Í gær

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð
Fréttir
Í gær

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum