fbpx
Fréttir

Nóg að gera hjá lögreglu í nótt: Tveir lögreglumenn urðu fyrir meiðslum

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 1. janúar 2018 10:23

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti yfir 150 verkefnum á gamlárskvöld og nýársnótt. Mörg þessara verkefna tengdust ölvun og ónæði og eru fangageymslur nánast fullnýttar. Í skeyti frá lögreglu kemur fram að tveir lögreglumenn hafi orðið fyrir meiðslum við vinnu sína í nótt; annar meiddist í handtöku og hinn í eftirför.

Sex ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þessara ökumanna stöðvaði ekki fyrr en eftir stutta eftirför. Ökumaður og farþegi gista fangageymslur lögreglu.

Þá var manni vísað út af hóteli sökum vímuástands. Hann varð ekki við fyrirmælum lögreglu og var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann veitti lögreglu mótspyrnu en var yfirbugaður.

Lögregla reyndi að koma ölvuðum manni heim til sín. Það gekk ekki og var maðurinn fluttur á lögreglustöð til vistunar. Þar varð hann æstur og reyndi að grípa til úðavopns og annars í vesti lögreglumanns. Þá reyndi hann einnig að bíta lögreglumann. Hann gistir fangageymslur.

Þá stöðvaði lögregla ökumann á níunda tímanum í gærkvöldi sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá reyndist hann einnig vera sviptur ökuréttindum. Hann var látinn laus eftir sýnatöku en skömmu síðar hafði lögregla aftur afskipti af honum og er hann grunaður um vörslu og sölu á fíkniefnum. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pakistani í haldi grunaður um að hafa flutt inn tugi manns til Íslands

Pakistani í haldi grunaður um að hafa flutt inn tugi manns til Íslands
Fyrir 21 klukkutímum

5 stjórnmálamenn sem gætu leikið betur en Dóra

5 stjórnmálamenn sem gætu leikið betur en Dóra
Fréttir
Í gær

Fékk 50 þúsund greiddar fyrir þrjú störf hjá Reykjavíkurborg: „Mér var sagt að þau höfðu gleymt sér“

Fékk 50 þúsund greiddar fyrir þrjú störf hjá Reykjavíkurborg: „Mér var sagt að þau höfðu gleymt sér“
Fréttir
Í gær

Segir hóp kvenna hafa rænt #metoo byltingunni: „Getur verið að þessar konur séu með mölbrotna sjálfsmynd og laskaða?“

Segir hóp kvenna hafa rænt #metoo byltingunni: „Getur verið að þessar konur séu með mölbrotna sjálfsmynd og laskaða?“
Fréttir
Í gær

Kristinn Haukur ráðinn fréttastjóri hjá DV

Kristinn Haukur ráðinn fréttastjóri hjá DV
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg greiddi 700 þúsund fyrir „ýmislegt“

Reykjavíkurborg greiddi 700 þúsund fyrir „ýmislegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pála beið í 10 ár eftir íbúð: Hefur þurft að flytja 35 sinnum – „Ég skil ekki tilganginn með þessu“

Pála beið í 10 ár eftir íbúð: Hefur þurft að flytja 35 sinnum – „Ég skil ekki tilganginn með þessu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu viðbrögð „níðhópsins“ við grein Jóns Steinars: „Finnst hann samt drulluhali“

Sjáðu viðbrögð „níðhópsins“ við grein Jóns Steinars: „Finnst hann samt drulluhali“