Fréttir

Kvika keypti hundrað kaffivélar af stjórnarmanni

Kvika hf. gaf starfsmönnum Nespresso-kaffivélar í jólagjöf

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 1. janúar 2018 20:00

Um eitt hundrað starfsmenn fjárfestingabankans Kviku hf. fengu glæsilega Nespresso kaffivél að gjöf í tilefni jólanna. Um var að ræða kaffivél af svokallaðri Citiz-gerð með mjólkurflóara en listaverð gripsins er 34.995 krónur. Það vekur athygli því fráfarandi varaformaður stjórnar bankans, Jónas Hagan Guðmundsson, er stærsti eigandi Perroy ehf., sem er dreifingaraðili Nespresso á Íslandi. Ákvörðun yfirstjórnanda bankans um gjöf til starfsmanna kom því fyrirtæki Jónasar óneitanlega vel.

Samkvæmt heimildum DV fékk bankinn 20% afslátt af kaffivélinni og því má reikna með að heildarkaupverð hafi verið um 2,8 milljónir króna. Það að 100 kaffivélar hafi verið seldar er, eins og áður segir, ágætis búbót fyrir dreifingaraðila kaffisins. Þeir sem nota kaffivélarnar þurfa að kaupa sérstök Nespresso-kaffihylki og verslunin sem selur þá munaðarvöru er verslun Perroy ehf. í Kringlunni, sem var opnuð þann 30. nóvember síðastliðinn. Það eru því enn meiri hagsmunir fólgnir í því að starfsmenn Kviku verði áskrifendur að lúxuskaffi um ókomna tíð.

Í lok október síðastliðinn var greint frá því að Jónas Hagan hefði selt hlut sinn og viðskiptafélaga síns, Gríms Garðarssonar, í Kviku. Hlutinn áttu þeir í gegnum fjárfestingafélag sitt, Varða Capital. Alls átti félagið 7,7% hlut í Kviku. Í kjölfarið gekk Jónas út úr stjórn Kviku hf. en það gekk í gegn í byrjun desember. Ákvörðunin um jólagjafakaupin var hins vegar tekin á meðan Jónas var enn varaformaður stjórnar bankans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimir eftirsóttur – Fengið fyrirspurnir frá bæði félagsliðum og landsliðum

Heimir eftirsóttur – Fengið fyrirspurnir frá bæði félagsliðum og landsliðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóðin syrgir brotthvarf Heimis: „Takk fyrir allt þú hrausta hetja“

Þjóðin syrgir brotthvarf Heimis: „Takk fyrir allt þú hrausta hetja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eplaárásir og einelti í Grafarholti – Fjölskyldan grýtt og rúður brotnar – „Gjörsamlega óþolandi læti og öskur“

Eplaárásir og einelti í Grafarholti – Fjölskyldan grýtt og rúður brotnar – „Gjörsamlega óþolandi læti og öskur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þjálfari yngri flokka jarðar landsliðsmann sem hæðist að því að allir krakkar fái medalíu – „Knattspyrna barna er ekki knattspyrna fullorðinna“

Þjálfari yngri flokka jarðar landsliðsmann sem hæðist að því að allir krakkar fái medalíu – „Knattspyrna barna er ekki knattspyrna fullorðinna“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hæsti hiti ársins í Reykjavík í dag

Hæsti hiti ársins í Reykjavík í dag
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sumarið í kjölfar frostavetursins mikla var hlýrra en sumarið 2018

Sumarið í kjölfar frostavetursins mikla var hlýrra en sumarið 2018