fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Gunnar Smári hraunar yfir Vesturbæinn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. september 2018 14:30

Gunnar Smári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn stofnenda Sósíalistaflokksins, segir á Facebook að nauðsynlegt sé að gera ákveðið hugtak utan um 107, Vesturbæinn, líkt og hefur verið gert með 101 Reykjavík.

„Þurfum við ekki að gera hugtak úr 107, eins og 101 varð að hugtaki um ákveðin viðhorf og lífsstíl fyrir þrjátíu árum. 107 er einskonar bóbó hverfi (borgaralegir bóhemar), þar er Kaffi Vest, Melabúðin og Vesturbæjarlaugin, þar búa bæði Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir (segja má að núverandi ríkisstjórn sé samsteypa peningakapítals 210 og menntakapítals 107 – og 801, þegar maður man eftir Framsókn), þar búa allir umsjónarmenn menningarþátta Rásar eitt; Viðsjár og Lestarinnar, þar sést varla verkamaður eða -kona á gangi og þau sjónarmið menntaðrar millistéttar sem hafa lagst yfir stjórnmálin og samfélagsumræðunnar eru allsráðandi í hverfinu; lífsstílsstjórnmál sem hafa sameinað Samfylkingu, VG, Viðreisn og Pírata í borgarstjórn,“ segir Gunnar Smári.

Hann bendir enn fremur á að 101 hverfið hafi verið tekið yfir af ferðamönnum: „101 er varla fugl né fiskur lengur, illa farið af innrás auðugra fólks og ferðamanna, orðið sviplaust og tvístrað, getur ekki einu sinni haldið Kjöt & fisk eða Frú Laugu gangandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“