fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Lögreglan kærð vegna lélegrar rannsóknar á meintum kynferðisbrotum gegn börnum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. september 2018 07:01

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaður hafnfirskra systra telur að mál þeirra hafa ekki fengið eðlilega rannsókn hjá lögreglunni og hefur lagt fram kærur fyrir hönd systranna og móður þeirra til ríkissaksóknara og héraðssaksóknara. Í kærunum eru ótilgreindir starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kærðir vegna þeirra meðferðar sem málið fékk hjá lögreglunni eftir að barnaverndarnefnd Hafnarfjarða tilkynnti lögreglunni um hugsanleg kynferðisbrot föður stúlknanna gegn þeim. Mál þetta komst í hámæli í vor þegar upp komst um afskipti Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu, af málinu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Jóhanni Baldurssyni, lögmanni mæðgnanna, að hann telji að lögreglunni hafi verið óheimilt að rannsaka ekki málin.

Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar sendi lögreglunni tvær tilkynningar um hugsanleg kynferðisbrot gegn stúlkunum. Þá fyrri í árslok 2014 og hina síðari í árslok 2016.

Jóhann sendi ríkissaksóknara kæru fyrir rúmum tveimur mánuðum vegna síðari tilkynningar barnaverndarnefndar. Hann sendi síðan aðra kæru fyrir um tveimur vikum til héraðssaksóknara vegna fyrri tilkynningar barnaverndarnefndar. Fréttablaðið hefur eftir Jóhanni að hann geti fullyrt að lögreglan hafi ekki rannsakað mögulega refsiverða háttsemi sem hún hafði upplýsingar um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband