fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Margrét Erla segir að Icelandair hafi bannað sig: „Frétti svo að þessi maður væri alræmdur“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. september 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Erla Maack, plötusnúður og skemmtikraftur, segir í viðtalið við Mannlíf að Icelandair hafi lagt blátt bann á að hún myndi skemmta í partíum fyrirtækisins. Hún segir að það sé vegna þess að hún hafi kvartað undan kynferðislegri áreitni eins starfsmanns.

Margrét Erla segist hafa orðið oft fyrir kynferðislegri áreitni í starfi sínu sem skemmtikraftur. „Það sem ég hef upplifað í mínu starfi sem skemmtikraftur og plötusnúður hefur kennt mér að vera næm fyrir því á hvaða vinnustöðum kúltúrinn er eitraður. Fyrir sirka tólf árum síðan, í einu af mínum fyrstu giggum sem var á árshátíð hjá Icelandair, skrifaði ég um upplifun mína á bloggið mitt og benti á að þótt það hefði verið gaman væri samt leiðinlegt að það skuli alltaf vera einn dónakall sem skemmir fyrir öllum hinum. Ég fékk strax viðbrögð frá fyrirtækinu sem fór fram á að ég tæki bloggfærsluna út og hótaði að borga mér ekki fyrir giggið. Engin afsökunarbeiðni eða neitt,“ segir Margrét Erla.

Hún segist hafa orðið við þessari beiðni. „Mig vantaði þennan pening svo ég bakkaði, baðst afsökunar og eyddi færslunni. Þá var maður svo blautur á bak við eyrun að maður trúði því að maður væri eina týpan sem lenti í svona. Löngu seinna frétti ég svo að þessi maður væri alræmdur og hefði skemmt partí hjá fyrirtækinu í mörg ár og fólk hefði meira að segja hætt hjá fyrirtækinu út af honum af því enginn hefði gert neitt með kvartanirnar. Ég kvartaði og mér var þá hótað að ég fengi aldrei aftur að vinna fyrir Icelandair og það hefur staðist,“ segir Margrét Erla.

Margrét segir það nánast undantekningalaust að dónakarlar áreiti hana á skemmtunum. „Síðasta stóra uppákoman sem ég lenti í var á árshátíð hjá stóru opinberu fyrirtæki í orkugeiranum þar sem einn maður lét mig bara ekki vera. Ég benti honum á að ég væri að vinna vinnuna mína og hann ætti að láta mig í friði en það þýddi ekkert. Hann spurði hvort hann mætti klípa mig í rassinn og lét sér ekki segjast þótt ég neitaði. Þannig að ég talaði við skemmtinefndina og vinkonu mína sem er háttsett innan fyrirtækisins sem talaði við manninn og hann kom voða lúpulegur og baðst afsökunar, en hélt því fram að þetta væri ekkert alvarlegt af því að hann hefði spurt um leyfi og að honum hefði bara fundist þetta fyndið út af „þessu #metoo“. Þá gekk hann alveg fram af mér. Honum, og mörgum fleirum, finnst sem sagt #metoo bara enn ein ástæðan til að vera með kynferðislega áreitni og kalla það brandara.“

Hún segir umrætt fyrirtæki vera sambærilegt við OR: „Þetta eru litlir kallar sem er ógnað og eru að reyna að púffa sig upp og sýna hvers þeir eru megnugir. Í starfi mínu sem plötusnúður finn ég vel fyrir þessari áráttu karlmanna sem hafa verið einráðir á sínu sviði allt of lengi til að gera lítið úr konum sem koma inn á sviðið. Þeir byrja alltaf á að benda á að það séu nú ekki margar konur í þessari stöðu og halda svo áfram að reyna að draga mann niður svo þeim líði betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni