fbpx
Fréttir

Icelandair setur flugfreyjum afarkosti

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. september 2018 06:29

Flugfreyjum og flugþjónum, sem eru í hlutastarfi hjá Icelandair, hafa verið settir afarkostir að þeirra mati. Fólkið þarf að velja á milli þess að fara í fullt starf frá og með 1. janúar 2019 eða missa vinnuna. Formaður Flugfreyjufélagsins segir þetta vera gróft brot á kjarasamningi og sé mikið áfall. Forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, segir að 118 flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi verði boðið fullt starf. Ef það boð verði ekki þegið verði gengið frá starfslokum nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi.

Vísir.is skýrir frá þessu. Þar er haft eftir Boga að þetta eigi ekki við um þá sem hafa unnið hjá Icelandair í 30 ár eða lengur eða eru orðnir 55 ára. Öðrum verði boðið að fara í fullt starf. Haft er eftir honum að launakostnaður sé hár hér á landi í samanburði við samkeppnisaðila Icelandair á alþjóðlegum markaði og það verði að bregðast við því. Þessi aðgerð sé liður í að lækka þennan kostnað.

Haft er eftir Berglindi Hafsteinsdóttur, formanni Flugfreyjufélags Íslands, að þetta sé mikið áfall fyrir marga og verið sé að setja fólki afarkosti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Birna fann draumaprinsinn og varð ólétt: „Þá byrjaði hann að berja mig“

Birna fann draumaprinsinn og varð ólétt: „Þá byrjaði hann að berja mig“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pétur Áskell stal veski af manni í hjólastól

Pétur Áskell stal veski af manni í hjólastól
Fréttir
Í gær

Formaður Skotvís fær morðhótun – „Þegar ég tek við stjórn landsins, verður illþýði eins og þú tekinn úr umferð“

Formaður Skotvís fær morðhótun – „Þegar ég tek við stjórn landsins, verður illþýði eins og þú tekinn úr umferð“
Fréttir
Í gær

Segir fíkla ekki ráða sér sjálfir: „Hlutur viljans í þessu öllu saman er afskaplega lítill“

Segir fíkla ekki ráða sér sjálfir: „Hlutur viljans í þessu öllu saman er afskaplega lítill“
Fréttir
Í gær

Svo stressaður á steypudælunni að hann reykti 35 pakka af sígarettum – „Eftir fimm ár í karamellunni ákvað ég að söðla um“

Svo stressaður á steypudælunni að hann reykti 35 pakka af sígarettum – „Eftir fimm ár í karamellunni ákvað ég að söðla um“
Fréttir
Í gær

Drundhjassar á Akureyri – Rassþung börn skemma grindverk: „Mig langaði til að setja gaddavírsstreng“

Drundhjassar á Akureyri – Rassþung börn skemma grindverk: „Mig langaði til að setja gaddavírsstreng“