fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Þau unnu 51,1 milljón í Lottó á laugardaginn: Lífið búið að vera einn rússíbani síðan

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. september 2018 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjustu lottó-milljónamæringarnir hafa gefið sig fram en það eru ungir foreldrar tveggja barna og búa þau á höfuðborgarsvæðinu.

„Eftir að hafa komið börnunum í svefn síðastliðið föstudagskvöld skrapp eiginmaðurinn út en frúin kom sér vel fyrir með tölvuna í kjöltunni og byrjaði að vafra um netið. Sá þar auglýsingu um fimmfaldan Lottópott og ákvað að smella á lotto.is og splæsa í tíu raða seðil. Hún gaf sér góðan tíma, valdi tölurnar sjálf í nokkrar raðir en lét kerfið velja rest og það var einmitt ein af sjálfvöldu röðunum sem var með nákvæmlega sömu tölur og voru dregnar út á laugardaginn. Og ekki nóg með það heldur var það eina röðin með þessum tölum og þar með fékk hún allan vinninginn sem nam rúmlega 51,1 milljón króna.“

Í tilkynningunni segir að eiginmaðurinn hafi séð eftir útdráttinn að vinningsmiðinn hafði verið keyptur á lotto.is og því hafi töluverður spenningur verið í loftinu þegar vefurinn var opnaður og vinningstölurnar skoðaðar. Að sögn þeirra er lífið búið að vera einn rússíbani síðan.

„Hvað eftir annað settust þau niður, hann með tölvuna, hún með símann og tölurnar lesnar og bornar saman.  Það var ekki fyrr en þau voru búin að hitta starfsfólk Getspár sem þau leyfðu sér að trúa því að vinningurinn væri í raun þeirra.  Þessi unga fjölskylda sér nú fram á gjörbreytt landslag í sínum fjármálum og þeirra fyrsta hugsun var að þiggja fjármálaráðgjöf sem vinningshöfum stendur til boða.“

Í tilkynningunni segir að fleiri hafi haft heppnina með sér í Lottóinu um helgina. Tveir miðaeigendur sem eru báðir með miðana sína í áskrift voru með allar Jókertölurar réttar og í réttri röð og fá því 2 milljónir í vinning.  Þeir urðu harla kátir þegar þeir fengu símtalið góða frá starfsmönnum Getspár og tilkynnt um vinningana.  Annar þeirra var farinn að huga að fjármögnun til að endurnýja gamla eldhúsið sitt og hinn er að taka húsið í gegn að utan.  Það er ljóst að þessi verkefni verða ansi mikið léttari – svona fjárhagslega séð, eftir að tölurnar „þeirra“ voru dregnar út um helgina.

„Það getur svo sannarlega borgað sig að taka þátt og styrkja góð og gild málefni í leiðinni. Starfsfólk Getspár/Getrauna óskar öllum þessum stálheppnu vinningshöfum innilega til hamingju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu