fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Mikið álag á bráðamóttöku – Fólki vísað á heilsugæslu og Læknavaktina

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 19. september 2018 15:59

Bráðamóttaka LSH.Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið álag er nú á Landspítala, einkum bráðamóttöku, vegna mikils fjölda sjúklinga sem leitað hefur til spítalans síðustu daga. Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika.

Í tilkynningu frá Landspítala segir að við þær aðstæður sem nú eru á spítalanum megi gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða þjónustu eða verði vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktarinnar í Austurveri.

Landspítali hvetur því fólk með minniháttar veikindi eða smávægileg líkamstjón til að leita til sinnar heilsugæslu eða Læknavaktarinnar í Austurveri, ef kostur er. Þeir aðilar munu sinna fólki og vísa til Landspítala, ef þörf krefur.

Á höfuðborgarsvæðinu eru fimmtán heilsugæslustöðvar og eru þær að jafnaði opnar kl. 8-16 og eru allar með síðdegisvakt að minnsta kosti frá kl. 16-17 mánudaga til fimmtudaga. Sumar stöðvar eru með vakt til kl. 18 og á nokkrum stöðvum er líka opið á föstudögum. Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á forsíðu hverrar heilsugæslustöðvar.

Læknavaktin í Austurveri við Háaleitisbraut með opna móttöku alla virka daga kl. 17-23:30 og um helgar frá kl. 9-23:30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi