fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Kristín keypti föt á Facebook og fékk mannakúk í kaupbæti

Auður Ösp
Þriðjudaginn 11. september 2018 16:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Jónsdóttir fékk vægast sagt ógeðslegan kaupauka þegar hún verslaði notaðan fatnað í gegnum sölusíðu á Facebook á dögunum. Um var að ræða saur. Kristín kveðst hafa ákveðið að leita á náðir samfélagsmiðla eftir að hafa þurft að ganga vikum saman á eftir endurgreiðslu frá seljandanum.

Kristín birti frásögn af atvikinu inni á Facebook-hópnum Mæðratips fyrr í dag en í samtali við blaðamann segist hún hafa viljað leitað ráða hjá meðlimum hópsins þar sem hún var óviss um hvernig best væri að taka á málinu.

„Ég vildi sporna við því að aðrir myndu lenda í þessu sama og mig vantaði ráð um hvað væri best að gera í þessari stöðu.“

Kristín kveðst hafi komið sér í samband við umræddan seljanda eftir að hafa séð hana auglýsa fatnaðinn til sölu í gegnum sölusíðu á Facebook. Um var að ræða regnjakka, úlpu og kjól. „Ég hitti manninn hennar og tók pokann hjá honum. Ég var að trufla hann í vinnunni og var sjálf á hraðferð að sækja krakkana mína. Þegar heim er komið fer ég að kíkja í pokann og blossar upp vond lykt, ekki skrýtið, það var mannakúkur neðst í pokanum.“

Engin svör þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir

Kristín segist hafa haft samband við umrædda konu í kjölfarið. Sú hafi komið af fjöllum og sagst ekkert vita um það hvernig saurinn endaði í pokanum. Kristín kveðst hafa losað sig við jakkann og tekist að þvo lyktina úr kjólnum. Það sama gildi ekki um úlpuna.

„Hún lyktaði vægast sagt illa. Hún var sett aftur í þvott og aftur en ennþá er þessi svakalega lykt í úlpunni. Ég sendi konunni skilaboð og spyr hvort eitthvað hafi komið fyrir úlpuna, jafnvel hvort köttur hefði mígið í hana því hún lyktaði þannig.“

Kristín segist ekki hafa séð annað í stöðunni en að skila úlpunni, enda hafi flíkin verið algjörlega ónothæf og um hrein vörusvik að ræða. Hún hafi gert ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við seljandann næstu daga en engin svör fengið. Hún hafi þá hringt í eiginmann konunnar sem hafi lofað að millifæra á hana endurgreiðslu. Það hafi verið fyrir rúmlega mánuði síðan en engin millifærsla barst. Á meðan hafi hún séð umræddan seljanda auglýsta notuð föt til sölu hér og þar á Facebook.

„Ég sendi skilaboð á konuna enn einu sinni og hún svaraði loksins og bað mig um að senda úlpuna. Ég sendi henni reikningsupplýsingar og bað hana um heimilisfang.“

Töluverðar umræður hafa skapast undir þræði Kristínar á Facebook þar sem Kristín er meðal annars hvött til að nafngreina seljandann og tilkynna hana jafnframt til stjórnenda sölusíðunnar á facebook. Kristín segir umrædda konu hafa haft samband einungis nokkrum mínútum eftir að hún birti frásögnina á Facebook og enn og aftur lofað endurgreiðslu.

„Hún sagði mér að hún hafi verið að flytja og verið veik. Svo sagði svo að þau hefðu fundið annan poka með pissi og kúk í og að það hafi köttur komist inn til þeirra,“ segir hún og bætir við að hún vilji gefa seljandanum frest til morgundags með endurgreiðslu. Þá hefur hún jafnframt haft samband við nokkra stjórnendur á sölusíðum á Facebook sem hafa brugðist við með því að eyða umræddum seljanda úr hópnum.

Þrátt fyrir miður skemmtilega reynslu þá tekst Kristínu engu að síður að sjá hlutina í spauglegu ljósi.

„Þegar maður er mamma er maður ýmsu vanur!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi