fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Í farbanni á Íslandi vegna gruns um greiðslukortasvik – Ferðaðist vítt og breitt um heiminn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. september 2018 11:00

Lögreglumaður að störfum Myndin tengist fréttinni ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur karlmaður sætir nú farbanni vegna meintra greiðslukortasvika við kaup á flugmiðum. Lögreglan á Suðurnesjum handtók hann þegar hann kom til landsins í lok síðasta mánaðar og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. september en að því loknu í farbann til 19. september næstkomandi.

Þetta kemur fram í skeyti frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þar segir enn fremur að maðurinn sé grunaður um að hafa notað flugmiða sem keyptir voru með stolnum kortaupplýsingum og ferðast með þeim hætti vítt og breitt um heiminn. Hann á meðal annars yfir höfði sér bótakröfur frá flugfélögum sem hann hefur ferðast með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi