fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ömurleg sjón blasti við Kolbrúnu á leiði foreldra hennar – „Algjört virðingarleysi að koma svona að leiðum ástvina sinna“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 10. september 2018 10:04

Samsett mynd: Wikimedia commons/Kolbrún Marelsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástvinir þeirra sem hvíla í Hvalsneskirkjugarði á Reykjanesskaga eru langþreyttir á að koma ítrekað að hundaskít á leiðunum. Foreldrar Kolbrúnar Marelsdóttur hvíla í garðinum og segir Kolbrún í samtali við DV að hún geti varla orða bundist yfir því að hún komi aftur og aftur að leiði foreldra sinna og það sé hundaskítur út um allt.

„Þetta er ömurlegt eins og þetta er, það er gjörsamlega óþolandi og algjört virðingarleysi að koma svona að leiðum ástvina sinna. Þetta er algjör viðbjóður,“ segir Kolbrún.

Hundaskítur er ekki ný til kominn í kirkjugarðinum. Faðir Kolbrúnar, sem lést í apríl á þessu ári, þreif ítrekað upp skítinn af leiði eiginkonu sinnar og kvartaði til sóknarnefndarinnar. Nú hvílir hann við hlið eiginkonu sinnar og nú eru það ástvinir hans sem þrífa upp skítinn.

„Pabbi minn fór í apríl, áður en hann dó var þetta á leiðinu hjá móður minni og ömmu minni og afa. Hann var oft búinn að þrífa þetta upp. Pabbi var líka margoft búinn að fara og ræða við þá og biðja þá um að gera eitthvað. Það eru fleiri ósáttir en við og það er margoft búið að tala við sóknarnefndina og kvarta undan þessu, en það er ekkert gert. Ég veit ekki hvað verður um kvartanirnar, það er ekkert gert.“

„Það þarf að gera eitthvað“

Kolbrún segir vandamálið ekki einskorðað við leiði foreldra sinna, hundaskít megi finna víða um kirkjugarðinn og margir aðrir hafi kvartað undan þessu. „Það er ekki hundaskítur við leiðið í hvert skipti, en mjög oft. Þetta er á fleiri leiðum en hjá okkur, það eru margir sem hafa þurft að koma að leiðum ástvina sinna svona.“ Málið hefur verið rætt í Fésbókarhópi íbúa í Sandgerði, þar kemur fram að rætt hafi verið ítrekað við eiganda hundsins en án árangurs, næsta skref sé að hafa samband við lögreglu.

Hvað vilt þú að verði gert?

„Það þarf að girða af kirkjugarðinn til að hundar séu ekki að koma þarna inn til að gera þarfir sínar á leiðum fólks, fyrst fólk þrífur ekki upp eftir þá. Það þarf að gera eitthvað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala