fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Icelandair með flestar seinkanir á styttri flugleiðum frá Bretlandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. september 2018 06:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn á fluggögnum á breskum flugvöllum frá júní 2017 til júní 2018 sýna að Icelandair vermir efsta sætið hvað varðar seinkanir á flugum á styttri flugleiðum. Er þá miðað við seinkanir sem eru þrjár klukkustundir eða meira.

Þetta kemur fram í umfjöllun Sky. Þar segir að rúmlega 13.000 flugferðum hafi seinkað um þrjár klukkustundir eða meira á tímabilinu en þetta svarar til þess að flugferðum 3.500 farþega hafi seinkað á degi hverjum að meðaltali.

Fram kemur að seinkun hafi orðið á 1,7% af ferðum Icelandair á tímabilinu en í öðru sæti var flugfélagið Aurigny en hlutfallið hjá því félagi var 1,6%. Í þriðja sæti var síðan TUI með seinkun í 1,4% ferða.

En það er mikill munur á hvernig flugfélög raðast á listana eftir því hvort litið er á hlutfall seinkana eða fjölda seinkana. Ef litið er á fjölda seinkana þá trónir Easyjet á toppnum með 2.618 flugferðir, Ryanair er í öðru sæti með 1.868 ferðir og British Airways er í því þriðja með 1.668 ferðir. Þessi flugfélög eru með mikinn fjölda flugferða daglega og því ná þau ekki inn á hina vafasömu topplista þrátt fyrir hversu mörgum ferðum seinkaði.

Hvað varðar prósentuútreikning á seinkunum á lengri flugferðum þá stóð Norwegian sig verst þar en 2,4% ferða félagsins seinkað um þrjár klukkustundir eða meira. Þar á eftir fylgir Thomas Cook með 1,8% og í þriðja sæti er TUI með 1,6%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Adam ákærður fyrir stórfelld brot

Adam ákærður fyrir stórfelld brot
Fréttir
Í gær

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“